Saga - 1980, Side 172
160
INGI SIGURÐSSON
þær sakir, að býsna margt kemur þeim kunnug-lega fyrir
sjónir. Að sönnu er berggrunnur landanna tveggja ólílo--
ar ættar, en loftslag og gróðurfar er víða svipað, og yfir-
bragð ýmissa svæða í Skotlandi minnir talsvert á Island.
Kemur því ekki á óvart, þótt ýmsir þeir höfundar, sem hér
er um fjaliað, skuii benda á líkingu með stöðum í Skot-
landi og á Isiandi. Fæstum höfundanna er hinn keltneski
þáttur í íslenzkri þjóð ofarlega í huga, þegar þeir skrifa
um Skotland; frekar er minnzt á hinn norræna þátt í
íbúum þeirra hluta Skotlands, þar sem mikil blóðblöndun
varð milli norrænna manna og Kelta til forna. En fyrir
kemur, að minnzt sé á skyldleika þjóðanna tveggja og sagt,
að þær séu líkar — bæði í útliti og að eðli. Eitt er það enn,
sem áberandi er, þegar Islendingar gera samanburð af
þessu tagi — sérstaklega þeir, sem skrifa fyrir fyrri
heimsstyrjöld. Þeir hafa hugann mjög við það, sem til fyr-
irmyndar getur orðið á Fróni. Er það næsta eðlilegt, þegar
tekið er tillit til þjóðfélagsástands á Islandi á þeim tíma
og þess framfarahugar, sem þá mótaði viðhorf manna.
Kemur þetta fram í frásögnum Islendinga frá ýmsum lönd-
um, en skýrar í sambandi við Skotland en flest önnur
lönd, því að aðstæður í löndunum tveimur voru ekki ólíkari
en svo, að Islendingar hugðu, að þeir gætu margt af Skot-
um lært. I öðrum kafla þessarar ritsmíðar er samanburður
á skozkum og íslenzkum landbúnaði tekinn til sérstakrar
meðferðar, og verða því þessu efni ekki gerð skil hér. En
það er áberandi, hve mjög umræða Islendinga um skozkan
landbúnað beindist að því, sem talið var geta orðið til fyr-
irmyndar á Fróni. Einnig er athyglisvert, hve mikla þekk-
ingu íslenzkir samvinnumenn töldu, að unnt væri að sækja
til skozku samvinnuhreyfingarinnar.
Þótt íslenzkir Skotlandsfarar kæmu þar flestir til út-
landa í fyrsta skipti, höfðu þeir undantekningalítið haft
kynni af öðrum löndum, áður en þeir skráðu frásagnir sín-
ar frá Skotlandi. Er því ekki að undra, þótt fyrir komi á
nokkrum stöðum samanburður á Skotlandi og Skotum og