Saga - 1980, Page 178
166
INGI SIGURÐSSON
Samanburður á Skotum og öðrum þjóðum en Islending-
um er á ýmsa lund. Þótt sumir höfundanna, sem hér um
ræðir, tali um Skota og Englendinga sem eina þjóð, kem-
ur þó fyrir samanburður þar á milli. Indriði Einarsson tel-
ur, að Skotar séu fámálli en Englendingar; dregur þá
ályktun af því, hversu mikið farþegar í járnbrautarvögn-
um ræða saman í einstökum hlutum Bretlands.187 Sigfús
Johnsen ber aftur á móti saman Skota og Frakka. Hann
talar um, að Skotar þeir, sem komu til Vestmannaeyja í
æsku hans, hafi verið ólíkir Frökkum, sem þangað sóttu:
„Ólíkir voru þeir Frönsurum, þunglamalegri, þurrari á
manninn og aldrei með sælgæti til að gefa krökkum/'188
Þá leiðir Indriði Einarsson hugann að því, að búningur
Háskota sé frá Rómverjum runninn, og segir, að ævinlega
hafi sér komið til hugar, er hann sá Hálandafylkin í Ed-
inborg á hergöngu, að svona hefði verið að sjá rómversku
legíónimar á göngu.189
Stundum er gerður samanburður sérstaklega á félags-
gerð og menningu. Þannig ber Indriði Einarsson saman
stéttaskiptingu á Islandi annars vegar og Skotlandi og
Englandi hins vegar. Hann telur stéttamun vera miklu
minni á Islandi en þar og félagslegan hreyfanleik meiri.190
I þessari afstöðu endurspeglast vitaskuld ákveðið mat á ís-
lenzku þjóðfélagi samtímans. Þá talar Þóroddur Guð-
mundsson um, að þjóðsögur og ævintýri frá landamærahér-
uðunum minni mjög á það, sem íslenzkt er.191
Víðtækasta samanburð á Islandi og Skotlandi og Is-
lendingum og Skotum, sem mér er kunnugt um, er að
finna í grein eftir Sigurð Jónsson í Yztafelli frá 1913.19'
187 Indriði Einarsson: tilv. rit. s. 214—215.
188 Sigfús Johnsen: tilv. rit. s. 138.
189 Indriði Einarsson: tilv. rit. s. 215—216.
190 Indriði Einarsson: tilv. rit. s. 217—218.
181 Þóroddur Guðmundsson: Úr Vesturvegi. s. 200.
192 Sigurður Jónsson: „Ýmislegt frá útlöndum.“ Tímarit kaupfje
laga og samvinnufjelaga, 7. árg., Ak. 1913. s. 168—178.