Saga - 1980, Page 182
170
INGI SIGURÐSSON
þjóðemi, þótt um vissa samsvörun sé að ræða. Þeim, sem
koma sunnan að — hvort sem það er frá Englandi eða
öðrum löndum — finnst Skotland ekki vera neitt gósenland.
0g þeir hafa að sjálfsögðu áður litið stórar borgir augum.
Þeim þykir þó mörgum Edinborg sérkennileg og fögur.
Áhugi ferðamanna á Skotlandi á 19. og 20. öld beinist mest
að Hálöndunum auk Edinborgar. Gætir þar m.a. á-
hrifa frá verkum Walters Scotts, og áhugi Viktoríu drottn-
ingar á Hálöndunum hafði sitt að segja, Margir róma
náttúrufegurð þar, en ferðamenn fyrr á tíð höfðu oft
einkum á orði, hve hrjóstrug Hálöndin væru. Einnig sýna
ferðamenn á 19. og 20. öld keltneskri menningu meiri
áhuga en fyrr hafði tíðkazt. En slíkur áhugi kemur að-
eins fram hjá fáum Islendingum, sem skráð hafa frásagnir
frá Skotlandi.
XI. Niðurstö&ur
Leggja ber áherzlu á þann fyrirvara, að þær rituðu
heijmildir, sem mér voru tiltækar, eru ekki endilega
traustur grundvöllur alhæfinga um viðhorf Islendinga til
Skotlands og Skota. Þá ber að slá þann varnagla, þegar
alhæfingar eru settar fram, að jafnvel þótt elztu heim-
ildinni sé sleppt, skilur meira en öld á milli ritunartíma
einstakra frásagna, og baksvið þeirra höfunda, sem rann-
sóknin byggist á, er mismunandi. Þá er og mjög misjafnt,
hversu náin kynni höfundanna af Skotum og Skotlandi
voru. Sumir komu þar aðeins á snöggri ferð til annarra
landa, en aðrir dvöldu þar langdvölum. Mjög fáir þeirra
Islendinga, sem bezt hafa kynnzt Skotum og Skotlandi
vegna langdvalar í landinu, einkum við nám á undanförn-
um fjórum áratugum, hafa látið frá sér fara frásagnir a
dvöl sinni þar. ^ ,
Unnt er að draga þá höfunda, sem hér um ræðir, i a'
kveðna dilka. Frásagnir námsmanna á leið til Kaup