Saga - 1980, Page 241
STAÐREYNDIR OG SAGA
229
menn að trúa á framfarir, breyting'ar og þróun samfélags-
ins, en dýrkuðu ekki fornöldina eins og Jón Hreggviðsson,
og þeir litu til sögunnar um skjallega sönnun nýrra við-
horfa. Sagan hafði verið menguð siðaboðskap kirkju og
konungsvalds, en nú ætluðu frjálshyggjumennirnir henni
að skipta um húsbónda eða bandamann. Leopold von Ranke
virðist hafa trúað því í einlægni að guðleg forsjón stjórn-
aði gangi sögunnar, ef hann ábyrgðist sjálfur staðreynd-
irnar.5
Leopold von Ranke var þýskur sagnfræðingur og pró-
fessor við háskólann í Berlín (f. 1795, d. 1886). Hann gerði
þá kröfu til sagnfræðinga, að þeir rannsökuðu hvað hefði
gerst í raun og veru: „wie es eigentlich gewesen ist". Hann
kvað sagnfræðinga ekki kvadda til þess að fella siðferði-
legt mat á hið liðna, heldur semja um það skýrslu, en drott-
ins væri dómsvaldið, „sá dauði hefur sinn dóm með sér,
hver helst hann er“, sagði Hallgrímur í Passíusálmunum.
Þessi almenna og yfirborðslega krafa varð ein af grundvall-
arkenningum genetískrar söguskoðunar eða þróunarkenn-
ingar frjálshyggjumanna, og menn réðust til atlögu við
skjala-, bréfa- og minjasöfn, til þess að grafast fyrir um
hvað hafði gerst í raun og veru. Heimildaútgáfur og heim-
ildarannsóknir urðu hið eina sáluhj álplega í sagnfræði, og
hver stórútgáfa heimilda rak aðra. Þá eignuðumst við Is-
lendingar mestu afreksmenn okkar í útgáfumálum eins og
Jón Sigurðsson, sem stofnaði til Islensks fornbréfasafns,
Lovsamling for Island, Safns til sögu íslands og íslenzkra
bókmennta og rnargra annarra fjölfróðra rita um íslenska
sögu. Af heimildunum áttu menn að geta lesið að lokum,
hvað gerst hafði. Ranke hafði fundið lausnarorðið
við þeim gamla vanda að hugsa og álykta sjálfur
um hin mannlegu vandamál, sem nefnast sagnfræði. Með
kröfu sinni hafði hann stungið fram af sér beisli póli-
tískrar ábyrgðar, eflaust í krafti þess að heimildabundin
5 E. H. Carr: What is History? (Penguin Boolcs 1967), 19.