Saga - 1980, Page 249
STAÐREYNDIR OG SAGA
237
safir, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út. Á síðustu
áratugum hafa verið gefin út fjölmörg töl til fróðleiks um
einstakar stéttir og starfshópa: Guðfræðingatal, Kennara-
tal, Lækna-, Lögfræðinga-, Verkfræðinga-, Hjúkrunar-
kvenna- og Múraratal og steinsmiða, Lögréttumannatal og
fjölmargar fróðleikssyrpur hafa verið settar saman jafn-
vel um Horfna góðhesta — fólki til fróðleiksauka og sagn-
fræðingum til ómetanlegs hagræðis. — Þá eru héraðasög-
ur alimikill bálkur innan sagnfræðinnar. Þingeyingar og
Skagfirðingar munu eiga Islandsmet í útgáfu fróðleiks
um héruð sín. Skagfirðingar hafa m.a. gefið út Skagfirsk-
ar æviskrár í fjórum bindum fyrir tímabilið 1890—1910,
en þar er að finna ævisöguþætti um 1000 Skagfirðinga,
sem uppi voru framangreind 20 ár. Sérsögur einstaklinga,
starfsstétta, stpfnana og byggðarlaga eiga fullan rétt á sér
mnan sagnfræðinnar, ef vel er á haldið. Okkur skortir
tilfinnanlega sögur ýmissa stofnana eins og t.a.m. bisk-
upsstólanna, klaustra, síldareinkasölunnar o.s.frv. Guðni
Jónsson prófessor var mikill könnuður sérsögunnar og
skrifaði m.a. Stokkseyringasögu í tveimur bindum. 1 eftir
mála segir hann að jafnan verði „að hafa hina almennu
sögu í huga og láta hana í hæfilegum mæli mynda baksvið
sersögunnar á sama hátt og hin almenna þj óðarsaga verður
að taka tillit til sögu nágrannaþj óðanna og jafnvel mann-
kynssögunnar í heild.“12
Alls kyns staðreyndanámur hafa hlaðist upp á liðnum
arum og öldum í margs konar búningi. 1 háskólum er feng-
lst við sagnfræði til þess að glæða skilning manna á þessu
ei’fðagóssi og krefja það sagna um hugmyndir, kenndir og
atliafnir fólksins, sem var, og finna hugblæ liðinna tíma.
^íutskipti sagnfræðinga er að krefja staðreyndirnar sagna
skapa úr þeim aðgengileg heildarverk, hvort sem þau
tjalla um einstaklinga, stofnanir, atburði, einstök héruð,
stéttir eða þjóðlönd.
Guðni Jónsson: Stokkseyringa sag'a, síðara bindi (Rvík 1961), 301.