Saga - 1980, Page 262
250
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
áður og fór mjög einförum. Vorið 1883 fóru þau aftur
vestur yfir Þverá að Spóamýri í Þverárhlíð í vinnu-
mennsku. Var Jósafat þá farinn að huga að skáldskap. Árið
1884 fóru þau frá Spóamýri að Stafholtsey í Andakíls-
hreppi. Síðar þetta sama vor fóru Jósafat og móðir hans að
Varmalæk í Andakílshreppi. Gætti Jósafat fjár að Varma-
læk um vorið. Um sumarið fóru þau úr húsmennsku að
Varmalæk og héldu ásamt föður hans upp til fjalla upp í
Hreðavatnssel í Fannardal. Voru þau þar til vorsins 1886
og hafði Jónas selið til ábúðar og sagði Jósafat, að þar hefði
hann best unað hag sínum, svo hann muni á meðan hann
átti heimili í Mýrarsýslu, jafnvel þótt þau yrðu oft að lifa
við þröngan kost þar til fjallanna. Þegar Jósafat átti að
vera að lesa upp kverið, var hann oftast í einhýsi nokkru og
notaði tímann til að lesa ýmsar þær bækur, sem hann gat
fengið hjá kunningjum sínum á næstu bæjum, á laun og án
vitundar foreldra sinna. Mikið mein fannst honum, hve
litla leiðbeiningu hann gat fengið í bóklegum fræðum ein-
mitt á þeim tíma, sem áhugi hans var mestur. Jósafat
segir að foreldrar sínir hafi eftir mætti veitt sér bók-
lega fræðslu, en þau höfðu ekki notið þeirrar menntunar á
uppvaxtarárum sínum, er gæti komið honum að fulhi
gagni. Fátækt þeirra var of mikil til að þau gætu kostað
hann til náms annars staðar. Jósafat segir:„Það leit því
ekki út fyrir, að mér ætti nokkurntíma að gefast kostur á,
að birta almenningi þær gáfur bóklegar, er kunnugir
menn sögðu mig hafa framyfir flesta jafnaldra mína þar
í grenndinni. — Það var einkum síðar, er ég komst í klær
Þverárhlíðinga, (þar sem foreldrar mínir og ég áttum til
framfærsluhrepps að telja) og þegar Þverárhlíðingar fóru
að reyna að róa að því öllum árum, að halda mér fast að
erfiðisvinnu, en snúa mér frá bókrýni, ... að ég gjörðist
þunglyndur og opt úfinn í geði við þá, er daglega uffl-
gengust mig, og sem vildu kæfa niður fróðleikslöngun þa>
er þegar hafði fest djúpar rætur í huga mér, ... þoldi eg
þá opt illa mótgjörðir og gerðist hefnigjarn og ófyrirleit-