Saga - 1980, Page 263
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFRl) 251
inn í orðum og varð af þessu styttra í dvöl mína í mörgum
vistarstöðum mínum en ella hefði orðið,“ (Hodie V, II. ár,
bls. 19—21).
Vorið 1886 varð Jónas að bregða búi í Hreðavatnsseli
sökum fátæktar og fóru Jósafat og móðir hans bæði til dval-
ar í austurbænum á Ferjubakka í Borgarhreppi og var
Jósafat ætlað að gæta þar fjár. Þoldi hann ekki vosbúðina
við það til lengdar. Hann varð þá, eftir svo sem fimm vikna
dvöl um vorið, að fara frá Ferjubakka að Stafholtsey til
lækningar vegna fótaveiki og var þar í hálfan mánuð. Átti
Jósafat hvergi vist, er hann fór frá Stafholtsey. Hraktist
hann þá um hríð þannig manna á meðal, annað tveggja um
Stafholtstungur eða um Þverárhlíð, uns komið var að frá-
færum um sumarið. Segir Jósafat, að hann hafi sjaldan átt
leiðari lífsstundir nema þá daga. Jósafat segir svo: „Gerð-
ist ég nú þunglyndur mjög og hugsandi mjög út af ástandi
mínu og kom jafnvel eigi stundum til bæja heila daga,
jafnvel þótt ég væri staddur í miðjum sveitum, því ég átti
því sumstaðar að venjast, að menn hreyttu að mér ónotum
°g illyrðum, jafnvel þótt þeir væru mér að öllu ókunnir,
nema af lygasöguburði illgjarnra kjaftasnápa, sem í öllu
vildu níða mig. Sögðu þeir fótaveiki mína logna og hafa
verið leti eina og ónytjuskap og sögðu það eitt hafa valdið
brottför minni af Ferjubakka, ásamt óhlýðni við hús-
bændur mína. Af þessu fylltist ég heipt og hatri til Þver-
árhlíðinga og annarra er þetta mæltu og vildi enda helst
eigi hafa nein mök við aðra menn, heldur hafðist optast við
um daga þar, sem fæstir áttu leið um. Fór þessu fram nær
viku og var ég loksins orðinn svo þunglyndur, að ég hugði á
að forðast alla mannfundi, jafnvel þótt ég vissi, að ég hlyti
von bráðar að farast úr hungri“ (IJodie V, II. ár. bls. 24).
Fór Jósafat nú að Lækjarkoti í Þverárhlíð af því að
faðir hans gat ekki tekið hann. Um haustið 1886 varð
Jósafat þess var, að húsráðendur höfðu heimt af Þverár-
hlíðingum meðgjöf með sér af hreppsfé. Var nú ekki trútt
að honum væri stundum storkað, að hann væri „sveit-