Saga - 1980, Page 269
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFEl) 257
minni og komið henni burt frá Norðtungu á einhvern betri
stað“. (Hodie V, VII, bls. 29—30.)
Fátækt og andstreymi lífsins virðast hafa leikið Jósafat
grátt, en hann var nú á barmi örvæntingar. „Það sem nú
er ljós, getur síðar orðið að sorg og svörtum gröfum dauða-
dæmdra og dauðra manna. Ég kvíði ekki dauða mínum, því
að lífið er mér oft verra en dauðinn.“ (Hodie IV, XVIII,
bls. 66.) Jósafat heldur áfram: „Dagar mínir eru í raun og
veru feigðardagar og í mínum sporum myndu víst margir
segja sig til sveitar og segja skilið við orustuvöll lífsins. Ég
hlýt héðan af að hata lífið ... allt nema sjálfan dauðann, á
honum hef ég viðbjóð en ég elska hann samt“ (Hodie IV,
XIX, bls. 85).
Alþingi fjallar um útgáfu heimildarrita
Á alþingi 1901 kom fram við frumvarp til fjárlaga
1902—1903 í neðri deild breytingartillaga frá Guðlaugi
Guðmundssyni og Iiannesi Þorsteinssyni við 14. grein, A.3.
»Við bættist nýr töluliður 4. Til landsskjalasafns-
ms og landsbókasafnsins í sameiningu til þess að gefa út
heimildarrit að sögu íslands 1000—1900.“ (Þingskjal 320,
Alþt. 1901, C, bls. 478). Var þessi tillaga komin fram eftir
beiðni forstöðumanna beggja safnanna. (Alþt. 1901, B,
1515).
Var þessi grein samþykkt við aðra umræðu í neðri deild
með 12:10 atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli. (Þingskjal
378, Alþt. 1901, C, bls. 538 og Alþt. 1901, B, 1558.)
Valtýr Guðmundsson, formaður fjárlaganefndar, lagðist
&egn tillögunni og sagði að fjárlaganefnd hefði komist að
þeirri niðurstöðu, að hún gæti ekki sinnt henni, vegna þess
að bókmenntafélagið gæfi út Safn til sögu íslands og í því
riti hefðu einmitt verið gefin út slík heimildarrit, og þar
Sem þingið veitti bókmenntafélaginu styrk, þá sæi nefndin
ekki næga ástæðu til þess, að fara að veita sérstakan styrk
17