Saga - 1980, Síða 270
258
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
í þessum tilgangi. (Alþt. 1901, B, 1492.) Guðlaugur Guð-
mundsson mælti fyi'ir tillögu þeirra Hannesar og sagði
að það sé farið fram á, að fyrir útgáfum þessum standi 5
manna nefnd, nefnilega forstöðumenn Landsbókasafnsins
og Landsskjalasafnsins, og svo tveir menn aðrir. Guð-
laugur sagði, að breytingartillaga sín miðaði til þess, að
komið yrði fyrir sjónir vísindamanna ýmsum heimildarrit-
um frá fyrri tímum, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir
rannsóknir á sögu landsins. Hann sagðist álíta, að það hefði
miklu meiri þýðingu fyrir þekkingu á sögu landsins, að
þessi rit séu gefin út og veitt sé fé til þess, en þótt veittur
sé styrkur til að gefa út eða safna til sögu Islands. Hann
taldi að ekki væri hægt að fela Bókmenntafélaginu þetta
starf, þar sem það starfi ekki eftir neinu föstu skipulagi og
ný stjórn geti umturnað starfi fyrri stjórnar. (Alþt. 1901,
B, 1515—1516.)
Þá kom fram brevtingartillaga frá 6 þingmönnum um að
fella þessa grein niður. (Þingskjal 405, Alþt. 1901, C,
556.) Valtýr Guðmundsson, einn flutningsmanna, mælti
fyrir þessari tillögu við 3. umræðu og sagði, að sem nefnd-
armanni í stjórn Bókmenntafélagsins í Kaupmannahöfn sé
sér fullkunnugt um, að Safni til sögu Islands berist alls
ekki of mikið af ritgerðum; svo að þeir menn, sem hafi
þörf á að koma út gömlum ritum, geti snúið sér til Bók-
menntafélagsins, og það kosti ekkert úr landssjóði, þvi
Bókmenntafélagið í Kaupmannahöfn fái ekki eyri úr lands-
sjóði. Þetta sé tilhneiging að apa eftir öðrum að fara
að stofna hér sérstaka „commission" til að gefa út fornrit.
Ef nokkurs staðar sé lítil þörf á slíku, þá sé það hjá okkur;
því einmitt það merkilegasta sem til er, sé gefið út af öðrum
þjóðum. Hann verði þess vegna að telja það mjög illa farið,
ef þessi liður sé látinn standa, og svo neitað um f járveiting-
ar til svo margs annars, sem okkur bráðliggur á, og sem
er nauðsynlegt fyrir okkar búnaðarframfarir og atvinnu-
vegi. (Alþt. 1901, B, 1595—1596.)
Björn Bjarnarson, þingmaður Borgfirðinga, sagðist