Saga - 1980, Page 271
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFRl)
259
vera með því að veita styrkinn til útgráfu heimildarrita,
því að það standi næst okkur sjálfum að halda okkar ís-
lenska „litteratúr" uppi, en vera ekki upp á aðra komnir
í því efni. Valtýr Guðmundsson greip þá fram í og sagði:
„Ekki er það praktískt.“ „Að vísu ekki“, sagði Björn,
„en það er þó þjóðlegt." (Alþt. 1901, B, 1635.)
Hannes Þorsteinsson sagði, að ekki væri ætlast til að
gefa út Eddu, Islendingasögur eða Sturlungu, heldur rit frá
síðari tímum, 15., 16., 17. og 18. öld. Mörg þessara rita séu
harla merk, þótt Danir vilji ekki kannast við gildi þeirra og
telji bókmenntir vorar frá síðari öldum einskis verðar,
tómt rusl. Þótt rit vor frá síðari öldum hafi ef til vill ekki
mikið bókmenntalegt gildi fyrir aðrar þjóðir, þá hafa mörg
þeirra mikið sögulegt gildi fyrir oss, þjóðlegt gildi. Og að
Öllu slíku ættum við að hlynna. Hannes sagði, að í Safni til
sögu íslands hefðu ekki verið tekin nema þrjú heimildarrit
þessi 50 ár síðan „Safnið" var stofnað. En allt hitt væru
frumsamdar ritgerðir, enda sé Safnið ætlað fyrir þær.
Hannes sagðist vera sammála þingmanni Borgfirðinga,
að vér ættum að styrkja þetta af þjóðrækni og vildi bæta
Því við: „Af því að það sé nytsamt og nauðsynlegt.“ (Alþt.
!901, B, 1651—1652.)
Magnús Torfason sagði, að sem fyrsti flutningsmaður
Þreytingartillögunnar á þingskjali 405, teldi hann að Valtýr
hefði sannað, að fjárveiting þessi sé algerlega óþörf. Þar
Sem Landsskjalasafni séu nú veittar 6350 krónur, og þar
sem þetta sé öldungis ný stofnun, þá gæti hún orðið nokkuð
dýr áður en lyki. Einnig gat Magnús þess, að í umsókninni
Um fjárveitingu þessa sé ekkert tekið fram, hvaða rit um-
ssekjendur hugsuðu sér að gefa út, svo að ekki líti út fyrir
að það hafi vakað fyrir þeim hver rit væru þess eðlis, að
Það lægi á að gefa þau. út. (Alþt. 1901, B, 1.654.)
Valtýr Guðmundsson tók aftur til máls um breytingar-
tillöguna og sagði, að það væri undarlegt að bændur skyldu
VlUa styðja að slíkum fjárveitingum, en risu öndverðir
®e&n því, sem stétt sjálfra þeirra ætti að geta orðið að