Saga - 1980, Blaðsíða 272
260
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
margfalt meira gagni. Hann kvaðst ekki trúa, að bændur
vildu styðja að útgáfu miður merkra rita frá andlegri
hnignunaröld landsins Það liggi margt annað nær. Hann
sagði að við vissum, að það vildi brenna við, að gefinn væri
út „allur skollinn" og það mætti sannarlega heimfæra
upp á sum af þessum svokölluðu heimildarritum, þau væru
ekki upp á marga fiska. Það mætti mikið heita, ef hátt-
virtir þingmenn fengju þakkir heima í héraði fyrir styrk-
stuðning þennan, sér hefði heyrst kveða við annan tón á
þingmálafundum og í ritum hjá háttvirtum þingmanni
Borgfirðinga og öðrum. (Alþt. 1901, B, 1683—4.)
Björn Bjarnarson tók aftur til máls og sagði, að þó að
hann greiddi atkvæði með einni hækkuninni (þ.e. styrkn-
um til heimildarritanna), þá greiddi hann atkvæði með svo
mörgum lækkunum, að það margvinni sig upp. (Alþt. 1901,
B, 1687—8.)
Við atkvæðagreiðsluna var breytingartillagan á þing-
skjali 405 við 14. grein, A.4, felld með 14:8 atkvæðum að
viðhöfðu nafnakalli. 1 efri deild mælti Valtýr Guðmunds-
son, formaður fjárlaganefndar, gegn styrkveitingunni og
sagði að það væri einkennilegt með styrk þennan hvílíkt
kapp hafi verið lagt á það, að fá honum framfylgt, því að
þótt hann hafi verið felldur, þá hafi honum jafnharðan
verið potað inn aftur. Þannig hafi hann verið felldur við
aðra umræðu í efri deild, en við 3. umræðu hafi honum
verið komið að aftur, og þótt undarlegt megi virðast, sam-
þykktur þá. Fjárlaganefndin hér í deildinni hefði uppruna-
lega verið móthverf styrkveitingu þessari og leggi enn tih
að liðurinn sé felldur burt, þar sem hún sé sannfærð um að
fleiri en einn af deildarmönnum hafi greitt hér atkvæði
með honum af misskilningi síðast. Hér sé auðsjáanlega um
bitling að ræða handa manni einum, sem við þingið sé rið-
inn, manni sem freklega hafi barist fyrir þessu, svo að hann
hafi í báðum deildum leyft sér að grípa fram í ræður þing-
manna um styrkveitingu þessa, svo að full ástæða hefði
verið fyrir þingforseta að vísa honum úr þingsölum. Vér