Saga - 1980, Page 274
262
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
Jósafat heldur nú áfram að hrinda áformum sínum í
framkvæmd. 15. desember kveðst Jósafat hafa vakið máls
á félagsstofnuninni í fyrrgreinda átt við dr. Jón Þorkels-
son og sömuleiðis við Hannes ritstjóra Þorsteinsson og
hefðu þeir tekið því vel báðir, en dauflega hefðu þeir tekið
í það að byrja á að laða menn í félagið eða gera áætlanir
viðvíkjandi lögum þess og fleiru því, sem mest á ríður í upp-
hafi. Jósafat segist því standa því nær einn síns liðs og geti
ekki annað en talað, en að litlu gag-ni verði orð sín, af því að
þau deyi allung í hjörtum vina sinna. M.ö.o. þau séu töluð
og gleymd undireins.
29. desember segir Jósafat að Hannes Þorsteinsson
lofi nú loksins að gerast forgöngumaður að félagstilraun
eftir næstkomandi nýár. Hann sé æði seinn að snúa sér
við stundum karltetrið, en leggi hann sig fram til ein-
hvers sé hann öruggur, en fullvarfærinn sé hann að hefja
ný störf. Það sé gott að hlaupa ekki á hundavöðunum yfir
öfugstreymi lífsins, en þó ætlar Jósafat að stundum sé full-
seint uppstaðið. (Hodie II, 6, bls. 187—188.)
30. desember minnist Jón Þorkelsson á félagstilraunina
fyrirhuguðu og Jósafat segir honum orð Hannesar þar
að lútandi. Um kvöldið talar Jósafat við dr. Björn M. Ól-
sen og minnist Jósafat á það við hann, að æskilegt væri að
stofnað yrði félag, er héldi við hinum þjóðlegu fræðum á
Islandi og þjóðemi Islendinga, sögu og fleiru, m.ö.o. félagh
er starfaði að því að vernda íslenskt þjóðerni og halda við
íslenskum sögufróðleik, þ. á m. í ættfræði og „persónal
historie“. Þessu tók Björn allvel. Sagðist Jósafat hafa
fengið þar allgóða stoð, er Bjöm sé. Ætli hann að nýta
Björn í fylgi með þeim Hannesi, ef kostur væri að setja a
stofn félag það, er þeir hafi hugsað sér hér í bænum fyrst,
en síðar víðar út um Island. (Ilodie II, 6, bls. 191—193.)
5. janúar fer Jósafat á fund Hannesar ritstjóra og biður
hann nú að koma á fund Jóns Þorkelssonar og tala u®
stofnun félags þess, er þeir hafi rætt um. Gerir Hannes
þetta og tala þeir lengi dags við Jón Þorkelsson um þetta