Saga - 1980, Page 275
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFRl) 263
mál. Lofar Hannes loks að skrifa nokkuð það, er sýni til-
gang félagsins og gera það, sem til þess þurfi að heimta
menn saman á fund sem fyrst og ræða um það hvort unnt
sé að stofna félag það, er gangi í þá átt að viðhalda íslensk-
um sögufróðleik og frelsa það, sem helst er glötunar von.
Jósafat lofar jafnframt að gera það, sem hann fái áorkað
til að fá menn saman á fund þennan. (Hodie III, I, bls. 13—
14.)
10. janúar byrjaði Hannes að semja boðsbréf fyrir heim-
ildafélagið, sem þeir ætla að stofna. Hafði Jósafat fengið
Hannesi uppteiknun litla, er Hannes fór nokkuð eftir.
(Hodie III, I, bls. 19.)
11. janúar lauk Hannes við heimildafélagsboðsbréfið, og
afritaði Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir hans, síðan skjalið,
sem er á þessa leið: „Oss, sem hér ritum nöfn vor undir,
hefur komið til hugar að fara þess á leit við landa vora,
einkum þá, er íslenskri mannfræði og ættfræði unna, hvort
eigi mundi nú tími til kominn að gera eitthvað í þá átt, að
fræði þessi legðust ekki með öllu fyrir óðal, eins og allar
horfur eru á, ef ekki er nú þegar hafist handa. I söfnum
vorum liggja enn óprentuð fjöldamörg handrit, sem eru
einlíarþýðingarmikil fyrir sögu landsins, og má meðal
þeirra nefna alla annála frá 17. og 18. öld, biskupaævir,
prestaævir, synodalgerðir og dómabækur, auk lögþings-
bókanna, sem orðnar eru afar fágætar, þótt prentaðar séu
sumar. Þetta og margt fleira, sem bráðnauðsynlegt væri að
gefa út, er almenningi enn hulinn leyndardómur. Bók-
Wenntafélagið getur ekki sinnt þessu að neinu ráði, enda
hefur það í mörg horn að líta. Félag, er eingöngu hefði það
njarkmið að gefa út söguleg skýringarit frá síðari öldum,
gseti eflaust þó í smáum stíl væri fyrst, unnið verulegt gagn,
einkum er fram liðu stundir og því yxi fiskur um hrygg,
enda teljum vér sjálfsagt að slíkt félag fengi einhvern styrk
úr landssjóði, þá er það væri tekið til starfa og reyndist
gott og gagnlegt. Að svo stöddu virðist oss ekki þurfa að
S'era ýtarlega grein fyiir ætlunarverki þessa félags, en vilj-