Saga - 1980, Page 276
264
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
um mælast til þess, að þeir sem hlyntir eru stofnun félags
í þessa átt, er hér hefur verið bent á, geri svo vel að rita
nöfn sín á þetta blað. Munum vér þá síðar boða menn þessa
til fundar, til að ákveða um stofnun félagsins og nánari
fyrirkomulag þess m.fl.“
Reykjavík, 11. janúar, 1902.
(Nöfn undirrituð næsta dag:)
Hannes Þorsteinsson
Jón Þorkelsson
Jósafat Jónasson.
12. janúar heimsóttu þeir Hannes og Jósafat Jón Þor-
kelsson og báru undir atkvæði hans skjal það, er þeir höfðu
samið og fyrr var getið. Rituðu þeir allir undir skjalið eftii'
stafrófsröð nafna sinna, sem fyrr er getið. Þeir Hannes og
Jón fólu Jósafati þegar alla umönnun fyrir söfnun undir-
skrifta undir skjal þetta. Eftir þetta fór Jósafat með skjal
þetta, (sem hann nú kallaði ,,heimildaboðsbréfið“), og
sýndi dr. Birni M. Ólsen, rektor lærða skólans. Ritaði hann
nafn sitt annars vegar á skjalið, með þeirri skuldbindingu,
að „hann muni gerast meðlimur slíks félags, ef það verði
stofnað“.
13. janúar náði Jósafat landshöfðingja og amtmanni á
skjal þeirra. Ennfremur hitti hann landfógeta, Árna Thor-
steinsson. Tók hann fyrirtækinu allvel, en kvaðst ekki
mundi skrifa undir boðsbréfið, vegna þess að hann gæti ekki
komið á fund. Kvaðst hann þá myndu ganga í félagið, yrði
það stofnað. 14. janúar rituðu þeir Þorleifur H. Bjarnason
og Tryggvi Gunnarsson undir „heimildaboðsbréfið", einnig
þeir Jón Jónsson og Halldór K. Friðriksson. 15. janúax*
ritaði Pálmi Pálsson undir heimildafélagboðsbréfið, þó nxeð
nokkrum athugasemdum munnlegum, og setti síðan at-
hugasemdir aftan við nafn sitt, því hann hugði Bókmennta-
félaginu hættu búna af stofnun slíks félags við hlið þess.
Jósafat sagði, að þeirrar skoðunar myndu ýmsir fleiri