Saga - 1980, Page 277
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFRl)
265
vera, þótt undarlegt væri, þar sem félag' þetta gengi í allt
aðra átt en Bókmenntafélagið, og auk þess sé Bókmennta-
félagið ekkert vísindafélag, heldur sé það orðið alþýðlegt
„húmbúk", sem nú sé dofið og dautt, því þar séu ekki
haldnir fundir nema einu sinni til tvisvar á ári og ræði
menn þá aðeins um reikninga félagsins, en ekkert um neitt
það, er geti hvatt menn til að sækja slíka fundi. Slíkt er
með öllu óhafandi fyrir félag, sem starfa ætlar á vísindaleg-
an hátt. Vér vonum, að félag vort nái betra fyrirkomulagi
en því, er nú var getið, komist það á fót. 16. janúar rituðu
Pétur Zóphoníasson, Ásgeir Sigurðsson og Hallgrímur
Melsteð undir skjalið. Vel fór jafnan á með þeim Jósafati
og Jóni Þorkelssyni. Töluðu þeir oft um hugmynd sína við-
víkjandi „Históríska félaginu". Leist nú Jóni betur á áform
þetta og framkvæmdir Jósafats á þessu öllu en hann hugði í
fyrstu. Raunar hugði Jósafat hann aldrei bera vantraust
til sín í þessu efni, enda hefðu þeir Hannes naumast falið
honum á hendur bréf þetta til áskriftasöfnunar. Hann hafði
hrakið vandlega mótbárur Pálma Pálssonar, því að Pálmi
hafði þegar lagt frá sér skjalið, eftir að hafa lesið það, og
kvaðst ekki verða þar með. Þvældu þeir fram og aftur um
þetta í nær tvær og hálfa klukkustund.
17. janúar skrifuðu þeir Einar Helgason og Sigurður bú-
fræðingur undir skjalið. 23. janúar hafði Jósafat safnað
Mls 43 mönnum í „Sagnaritafélagið". 24. janúar safnaði
Jósafat áskriftum á sagnaritafélagsboðsbréfið kl. 4—6 e.h.
Hitti hann þá Sigurð Guðmundsson úr Mjóadal, Sigtrygg
Sigurðsson apótekaraaðstoðarmann, Sighvat Árnason frá
Eyvindarholti og Jens Waage. Rituðu þessir fjórir nöfn sín
undir skjalið. Voru þeir nú alls 47. Magnús Arnbjarnarson
Selfossi kvaðst ekki vilja rita undir skjalið, þegar hann
hafði lesið það. 25. janúar fékk Jósafat 4 menn til að skrifa
undir skjalið, þá Skúla Sivertsen, Jón Jónsson, stud. med.,
Júlíus Hafstein, stud. art., og Þórð Sveinsson. 30. janúar
Var félagatalið komið upp í 70 manns og þótti það hafa
gengið vel.