Saga - 1980, Blaðsíða 278
266
SIGURGEIR ÞORGRÍMSSON
2. febrúar hittast þeir Hannes, Jón og Jósafat og ákveða
að halda stofnfund félagsins eftir brottför ,,Lauru“ í miðj-
um þessum mánuði. Jósafat skrifaði í þessu sambandi:
„Saga feðra vorra er oss ávalt ný, ef vér aðeins notum
hana réttilega. Saga þjóðar vorrar og lands er hin eina
ritning — auk sjálfrar náttúrunnar, sem oss er nokkur
nauðsyn á að rannsaka að fullu og gefa gaum. Umsögn
annara þjóða getum vér látið sem oss sé með öllu óvið-
komandi. Þær hafa aldrei gefið oss mikinn gaum og þurfum
vér því ekki að endurgjalda miklu þá kurteisi þeirra við oss.
Vel sé þeim fyrir afskiptaleysi þeirra, því ella myndi frelsi
vort og þjóðemi hafa með öllu sokkið í djúp dauða og
gleymsku um aldir alda“. (Hodie III, I, X, bls. 59—61.)
13. febrúar ákváðu þeir Hannes, Jón og Jósafat fund til
stofnunar Sagnaritafélagsins. 15. febrúar fóru Grímur
Ámason og Sigurður Guðlaugsson með fundarboð um nokk-
urn hluta bæjarins. 17. febrúar var fundur haldinn á Hótel
Island kl. 5 e.h. um stofnun félags til útgáfu heimildarita
að sögu Islands, ættfræði og mannfræði. Voru þar umræður
allmiklar og töluðu þeir Pálmi Pálsson, Jón A. Hjaltalín og
Jón Jakobsson á móti stofnun félagsins, en þeir Jósafat
Jónasson, Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Pétur
Zóphoníasson, Jón Bjarnason prestur og Þórhallur Bjarn-
arson töluðu öfluglega með því, að félagið yrði stofnað, enda
var það samþykkt með samhljóða atkvæðum af fundar-
mönnum, sem urðu um 35—40. Voru kosnir í laganefnd:
1) Hannes Þorsteinsson, 2) Jón Þorkelsson, 3) Bjarni Jóns-
son, 4) Jón Jónsson frá Ráðagerði og 5) Þórhallur Bjarn-
arson. Fundarstjóri var Þorleifur H. Bjarnason og fórst
honum það vel og sköruglega. Pálmi Pálsson var mjög mót-
fallinn því, að félagið yrði „nú þegar“ stofnað. Kvað það
óhyggilegt ráð að „byggja“ svo mikið fyrirtæki og „í lausu
lofti“. Jón Jakobsson tók í sama streng. Eftir fund þennan,
sem stóð frá 5 e.h. til 6,45, bauð Jón Þorkelsson Jósafati
til borðs heim til sín. Fannst Jósafati nú sem steini þungum