Saga - 1980, Blaðsíða 279
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFEl) 267
væri af sér lyft og- eftir slíkan lífróður afstaðinn þakkaði
Jón Jósafati framgöngu hans á fundinum.
Jósafat sagðist hafa heyrt, að Jón ætlaði honum bóka-
gæsluembættið í félaginu, enda hafði Jósafat nú safnað 76
meðlimum til félagsins. Þó hafði Jarþrúður eggjað Hannes
að sögn Gríms Ámasonar, sem dvaldist nú hjá Hannesi, að
láta Jósafat ei ná ráðum í félaginu. Jósafat sagðist vita að
ýmsir félagsmenn hygðu enn, að hann hefði „agiterað"
vegna Jóns og Hannesar, eða eftir skipun þeirra aðeins, en
ekki af eigin hvötum. Því hefðu þeir eigi kosið hann í laga-
nefnd. Jósafat sagðist vita, að lítil myndu enn laun erfiðis
síns og enn minni þakkir af munni náunganna. Sagðist
hann þó geta gert mönnum það kunnugt, að svo erfitt
reyndist sér að fá þá Jón og Hannes til aðstoðar sér, er hann
fyrst í vetur fór þess á leit - að hann nefni eigi fleiri menn,
sem nú þættust öflugir stofnendur — að það sé víst, að þeir
ftiyndu aldrei sjálfir hafa vaknað af dvala þeim, er þeir
voru í fallnir eftir ósigur heimildarritatillögunnaráþinginu
í sumar frá Jóni -fyrr en ef til vill svo seint, að allt hefði
þar setið í sama horfi sem fyrr sat það.
Jósafat segir: „Svona er nú afstaða málsins bræður góð-
ir, að ég, en hvorki Hannes Þorsteinsson né Jón Þorkels-
son, er höfundur félags þess, sem stofnað var 17. febrúar
næstliðinn, „til að gefa út heimildarrit, ættfræði og manns-
sögu m.m.“ - en þetta er allt of mikill heiður fyrir mig,
það verður að gefa öðrum, meiri og betri manni dýrðina."
(Hodie III, 2, XI, bls. 85.)
25. febrúar var fundur haldinn í laganefnd heimildar-
ritafélagsins heima hjá dr. Jóni. Var þar samþykkt að fela
dr. Jóni uppkast til ritunar laganna. 27. febrúar ákvað
stjórnin fund í félaginu. Jósafat segist sjá að stjórnin
vilji ekkei*t hafa sig í verki eða ráðum með sér að því er
snerti félag þetta og þvki sér það allillt. (Hodie XI, 2, XI,
bls. 98.)
7. mars var fundur haldinn á Hótel Island kl. 5 e.h. í