Saga - 1980, Page 281
JÓSAFAT JÓNASSON (STEINN DOFRl) 269
nýrrar kynslóðar og notið þá til þess, sem þeim er best hent,
því ef þið hafnið þeim á meðan þeir bjóðast, þá eru þeir
ykkur að engu gagni, því að dautt ljós lifnar aldrei aftur,
þótt annað megi kveikja á skari þess, og er þó eigi víst að
það lýsi svo vel sem hið fyrra gerði“. (Hodie III, XI, bls.
118—121.)
Ekki fer milli mála, að Jósafat kemur fyrstur fram með
hugmyndina um stofnun Sögufélagsins og vinnur ötulleg-
ast að framkvæmd þeirrar hugmyndar. Einnig kemur skýrt
í ljós, að Jósafat er sniðgenginn við kosningar í trúnaðar-
störf í félaginu, og virðist hann hafa goldið þar mennt-
unarskortsins og aðstöðuleysis.
Árið 1903 verður hann að flýja land vegna skulda, sem
hann hafði stofnað til og átti erfitt með að greiða. Hann
settist að í Islendingabyggðunum í Kanada. Lifði hann þar
mest á fiskveiðum en bjó annars við mikla neyð. Hann hélt
áfram að fást við ættfræði, en kvartaði sáran undan bóka-
leysi. Sendi hann þó frá sér ættfræðiritið Bútar, Winnipeg
1921. Árið 1937 skrifaði Jósafat, sem þá var farinn að kalla
sig Stein Dofra, ættartölu fyrir vesturíslenskan lækni og
fékk að launum farmiða til Islands. Þegar þangað kom, fékk
hann ríkisstyrk til ættfræðistarfa gegn því, að hann arf-
leiddi ríkið að handritum sínum og bókum. Steinn hélt
áfram að stunda ættfræðistörf til dauðadags, en þótti vera
frekar óáreiðanlegur vegna hæpinna tilgáta í ættartölum
sínum. Hann leggur þó mikla áherslu á, að ættartölur þær,
sem mest voru umdeildar, eins og t.d. ættartölurnar í Is-
lenskum æviskrám væru aðeins vinnutilgátur, en and-
stæðingar sínir misskildu sig og tækju þær sem fullyrð-
ingar.
Það fer ekki milli mála, að Steinn var allra manna hand-
gengastur Fornbréfasafninu og virðist hafa kunnað mikið
af því utanbókar. Hann hafði óhemju ríkt hugmyndaflug
og1 var mjög frjór í hugsun. Virðist oft, sem þessi hug-
ftiyndaauðgi hans hafi leitt hann út í öfgar, en oft kemur
hann með hugmyndir, sem síðar voru viðurkenndar að vera