Saga - 1980, Page 289
ARNÓR SIGURJÓNSSON
275
lærdóra af því, sem var að gerast annars staðar í heim-
inum og einnig á Norðurlöndum." (Föreningarna Nordens
Historiska Publikationer. I., Nordens Lároböeker i Histo-
ria. Helsingfors 1937. Bls. 134.)
Höfundur þessarar klausu var norski sagnfræðingur-
inn og stjórnmálamaðurinn Halvdan Kolit. Hér heima var
þagað um álit sérfræðingsins á bók Arnórs. Konum var
aldrei trúað fyrir aðild að skóla- eða kennslunefnd, eftir að
hann fluttist frá Laugum. Sagnfræði varð hornreka við Há-
skóla Isands, en Jónas frá Hriflu tók sjálfur að sér rit-
stjórn á Sögu fslendinga, sem Menntamálaráð og Þj óð-
vinafélagið stofnuðu til. Sagnfræðin hér á landi hefur ekki
náð sér enn eftir þrengingarnar á fjórða áratugnum.
Arnór rakti hér fyrstur manna sögu atvinnuvega í al-
mennri kennslubók og tengdi saman þjóðarbúskap og þjóð-
menningu. Þá rákust á ólíkir hugmyndaheimar þeirra
Arnórs og Jónasar frá Hriflu; — annars vegar heimur
persónudýrkunar, — hins vegar þeirra manna, sem leituðu
að hlutlægum skilningi á gangi mála. Söguskilningur Arn-
órs mun birtast einna gleggst í lokaorðum ritgerðar, sem
hann ritaði í Sögu 1973 um jarðeignir á Vestfjörðum:
„Fólk, sem býr við svo mikla fátækt sem íslenskir leigu-
liðar, um 90% þjóðarinnar, bjuggu við um aldir, frá því
um 1300 fram á fyrri hluta 19. aldar, getur hvorki boriö
uppi menningu né sögu. Aðeins um 10% þjóðarinnar hafði
fjárhagsleg efni á því að bera uppi líf, menningu og sögu
hennar, og margt af því fólki skorti margt annað en fjár-
hagslega getu til þess. Af þessum ástæðum varð íslenska
þjóðin, sem hóf göngu sína sem undrastór þjóð þrátt fyrir
fámenni sitt, svo undrasmá um margar aldir, sem á eftir
komu“ (Saga 1973,114—15).
Arnór átti mikið erindi til Reykjavíkur, þegar hann fór
frá Laugum. Eftir það starfaði hann löngum á Hagstof-
unni við fasteignamat og í búsýslunefndum, f j árhagsráði,
fískimálanefnd og nýbyggingarráði og átti frumhugmyndir
að ýmsum framkvæmdum og m.a. stofnun seðlabanka á