Saga - 1980, Page 294
280
ARNÓR SIGURJÓNSSON
henni mjög náin síðustu ár hennar og hafði margt af henni
að segja. Hún átti að föður Indriða Illugason. Sá Indriði
hafði komið sem 11 ára bam austan yfir Jökulsá í öxar-
firði í Móðuharðindunum, en gat ekki gert grein fyrir því,
hvaðan hann kom né frá öðrum uppruna sínum, en var
alinn upp í Reykjahverfi og þótti efnilegur maður full-
orðinn. Hann öðlaðist gott kvonfang, Rósu Guðmunds-
dóttur og Ólöfu Hallgrímsdóttur frá Kasthvammi, af ætt-
stofni, sem rakinn var til Nausta við Akureyri, og var far-
sæll í Suður-Þingeyjarsýslu, og bjuggu þau hjón að Þverá
í Reykjahverfi. Hólmfríður dóttir þeirra reyndist bæði
greind og kjarkmikil ung stúlka. Þegar hún var rúmlega
tvítug, orti hún með yngri systur sinni rímur af Ármanni
undir Ármannsfelli, alls 16 rímnaflokka á einum vetri,
alla dýrt kveðna og af kunnáttu, er þótti óskeikul á þeim
tíma. Þær systur lögðu að vísu rímnakveðskap niður, er
þær hófu búskaparbasl með eiginmanni, en Hólmfríður
hóf að nýju rímnakveðskap, er hún naut kyrrðar á Sandi,
og einnig sálmakveðskap, enda hugðu þeir sonarsynir henn-
ar, að þeir hefðu erft áhuga sinn og hæfileika um skáld-
skap frá henni. Hafði hún heldur eigi lagt vísnagerð sína
niður í búskaparerfiðleikunum, en látið þá nægja að yrkja
lausavísur. Þessi vísa er t.d. um geðstirða konu, sem hugði
til Brasilíuferðar (en fór þangað að vísu ekki):
Eikin hringa aldin fróð
og með fasi hlýju
fallega syngur sinnisgóð
suður í Brasilíu.
Hú hlaut örvun til þessa skáldskapar bæði frá eigin-
manni sínum og mági á heimilinu og jafnöldru sinni á
næsta bæ, Ytrafjalli, móður Baldvins skálda, og kenndi
hún nöfnu sinni þessa vísu af henni orta, er aldur færðist
yfir hana.