Saga - 1980, Side 295
TVEGGJA ALDA ARFSAGNIR
281
Blundi hrindir, hugraun þver
harmar lyndis grónir.
Stundir yndis eru mér
orðnar skyndisjónir.
Svo að fleiri sé getið í ættinni, kunni ég skil á bræðrum
afa míns, er hétu Friðbjörn og Friðlaugur og börnum
þeirra. Svo kunni ég skil á feðgunum í Nesi, Þorgrími og
Baldvin, syni hans og einnig Barna-Pétri á Stóru-Laugum,
en ég kunni því miður ekki að gera grein fyrir skyldleik-
anum, sem var mjög náinn. Þetta var vegna þess að ég
öðlaðist aldrei áhuga á ættfræðinni, mundi bara það, sem
mér var sagt fullum stöfum.
Svo er þess að geta, að ég vissi það lengst til baka, að
Jón á Hafralæk var sonur Jóns Jónssonar á Hólmavaði, en
um þann mann hafði ég þær heimildir, að hann hafði verið
litlu eldri en Indriði Illugason, sem kom austan yfir Jökulsá
í Móðuharðindunum, og verið auk þess mjög sterkur maður.
Og þá var það móðurætt föður míns, Sílalækjarættin.
Mér skildist það einhvern veginn, að hún mundi hafa átt
upphaf sitt nákvæmlega 100 árum áður en afi minn hvarf
frá Sílalæk með eiginkonu sína Sigurbjörgu að Sandi
1873. — Til Sílalækjar hafði flutt 1773 frá Máná á Tjörnesi
Indriði Árnason, kallaður hinn gamli. Á Sílalæk varð hann
105 ára, og hafði tekið fjósheyið veturinn áður en hann
andaðist, ekki úr elli, heldur af landfarsótt. Þetta heyrði
ég að hefði verið staðfest í skýrslu frá 1812 um fólk, sem
dáið hefði í Nessókn, þar sem nefndur hafði verið „en Enke-
mand, efter tredje Ekteskab, som med Vished kan siges at
have været 105 aar gammel, död av en epidemisk Sygdom."
Eftir Indriða bjó á Sílalæk Stefán sonur hans og síðan hans
sonur Guðmundur, faðir Sigurbjargar, en móðir Sigur-
bjargar var Guðrún Þorkelsdóttir frá Tjörn. En frá henni
hafði ættfræðingur sveitarinnar, Indriði Þorkelsson, merki-
leg tíðindi að segja, þegar hann rakti ættfræði hennar til