Saga - 1980, Page 297
TVEGGJA ALDA ARFSAGNIR
283
Móðir mín var ekki margmál um ætt sína. Ég vissi þó að
hún var systurdóttir Einars í Nesi og hafði verið í Nesi
nokkur ár. Einnig var Gísli Ásmundsson hálfbróðir móð-
ur hennar og niðjar hans því mér skyldir, en lítið kunnugir.
Faðir hennar var Jón Ólafsson, oft kenndur við Rifkels-
staði, en nú fluttur að Einarsstöðum, og hann þekkti ég;
einnig Ásrúnu, systur móður minnar.
Þegar við fluttum að Einarsstöðum fékk ég fljótt margt
að vita um móðurætt mína, því að Ásrún hafði miklu meiri
áhuga á að ég vissi sem flest um þá ætt en móðir mín hafði
haft. Það sem ég lærði af henni um þau efni gekk einum
ættlegg lengra að baki en ég vissi um föðurætt mína. Ás-
rún hafði margt að segja um Jón Kolbeinsson í Veisu, sem
dáið hafði sem margra barna faðir fyrir Móðuharðindi.
Mér skildist af frásögn hennar að aðaláhugamál hans hefðu
verið þau að læra erlend tungumál. Hins vegar hafði síðari
kona hans, Kristín Andrésdóttir, áhuga á að sjá heimilinu
og börnum þeirra farborða, enda veitti ekki af, því að þau
höfðu átt 11 börn, en Jón á sextugsaldri, þegar þau giftust.
Þá sögu sagði Ásrún mér um Jón, að hann hefði eitt sinn
horfið að heiman um sláttinn og dvalist tvær vikur á skipi
á Akureyrarhöfn hjá þýskum skipverjum. og sagt er heim
kom við konu sína: „Nú held ég að ég hafi komist niður í
þýzkunni." — Þessa sögu heyrði ég síðan öðruvísi sagða,
svo einhverjum breytingum gat hún tekið eftir því, hver
sagði hana. En önnur saga var mér sögð, sem varð minnis-
stæðari. — Einu sinni var Kristín úti á túni með börnum
sínum við heyþurrk, en Jón sat inni við lestur. Þá hvarf
hún heim um miðjan daginn og færði honum askinn sinn á
venjulegum tíma. Þegar hann leit ofan í hann, sá hann að
þar var steinn og vatn. Þá er sagt að hann hafi roðnað og
gengið þegjandi til vinnu sinnar. Litlu síðar færði Kristín
honum askinn aftur og var þá í honum skyr og rjómi.
Þegar Jón var dáinn, varð Kristínu ofurefli að halda
heimilinu uppi og kom börnunum fyrir annars staðar til
Þess að þau lifðu. Eitt þeirra, Andrés, dó á leiðinni milli