Saga - 1980, Page 300
286
ARNÓR SIGURJÓNSSON
lías Halldórssonar, því að móðir þeirra, Helga, var sonar-
dóttir hans. „Hraunkotsbræður“ þrír, Jónas, Halldór og
Ánnann urðu mér allir minnisstæðir, ágætir nágrannar og
Jónas sérstaklega mikill áhugamaður um allar skynsam-
legar framfarir, og um jafnaldra mína. Þar hefur mér
orðið fastast í minni hrifning Egils Jónassonar á Páli
Ólafssyni fyrir að yrkja vísur, er fóru um allt um leið og
þær voru ortar. Af Sílalækjarfólkinu urðu þær mér minnis-
stæðastar Sigríður föðursystir mín (hálfsystir föður míns)
og Eiín Jónasdóttir, sem höfðu óbilandi samvinnu um það
að halda uppi tvíbýlisheimilinu þar, af því að bændum
þeirra gat aldrei komið sér saman um neitt. Svo hafði ég
vissulega margs að minnast um gestina úr Kinn er fóru um
garð á veturna með hesta sína og sleða og höfðu alltaf með
sér nýjar vísur hverir um aðra og sveitunga sína.
Svo er mér minnisstætt þegar Guðmundur frændi minn
kenndi mér að yrkja morguninn sem ég fékk ekki að fara
á Hraunsrétt, er ég var 11 ára og sá Kinnarfjöll í fegursta
ljósi er morgunsólin hafði að bjóða, og enn geymi ég
myndina af öllu því, er við mér blasti frá Krummakletti,
þegar mér fannst ég sjá alla þá dýrð er Sandur átti í síð-
degisljóma. Og loks minnist ég þess, sem ég átti allra
ánægjulegast í bernsku minni, viðskipta minna allra við
fuglana, sem hreiður áttu utan varpsins í hrauninu, mýr-
inni og lágum holtunum.
Svo held ég að ég hafi ekki miklu meira að segja af
minningum mínum frá barnsaldrinum á Sandi. Og eftir
að ég kom að Einarsstöðum blönduðust minningar mínar
svo mikið saman við það sem ég las og lærði, að ég á bágt
með að halda þeim sér. Þá væri helst að ég gæti eitthvað
sagt af grasafræðinni minni, sem kom í staðinn fyrir samlíf
mitt við fuglana á Sandi. Og þó, ég held að ég geti ekki gert
minningar mínar um þau fræði nógu skýr eða haldið þeim
sér, og læt hér staðar numið.
Með kveðju
Arnór Sigurjónsson