Saga - 1980, Page 305
SNORRI PÁLSSON
291
til að þilja yfir skut og barka og fá þannig eitthvert skýli. Þá urðu
bátamir þungir í vöfum og erfiðir í brimlendingum og setningi. Að
fenginni reynslu af þessari tilraun þótti sýnt að annaðhvort var,
að hafa eingöngu þessa litlu sexæringa eða nota tvennskonar skip
við hákarlaveiðar. Síðari kosturinn var valinn. Farið var að smíða
stærri skip, sem ekki var hugsað til að setja eftir hverja sjóferð.
Laust fyrir 1830 voru þessi stærri skip fullmótuð og nefnd vorskip.
Gömlu hákarlabátarnir voru látnir óbreyttir og nefndir vetrarskip.
Vorskipin voru gerð út á sama hátt og þilskipin síðar. Þau voru
tekin í notkun á vorin, í apríl eða síðar, ef ísar lágu við land.
Vetrarskipin voru notuð í stuttar leguferðir að vetrinum. Þau héldu
gildi sínu út alla öldina. Það siðasta, sem ég hef spurnir af, var
smíðað árið 1894. Það varð síðar, með nauðsynlegum breytingum,
fyrsti vélbátur Siglfirðinga.
Vorskipin voru jafnstór og fyrstu þilskipin. Sum þeirra voru
styrkt eitthvað og sett í þau þilfar, en ekki stækkuð að öðru leyti.
Allir bændur sem áttu vorskip áttu einnig vetrarskip og sumir fleiri
en eitt. Það var ekki síður lögð áhersla á útgerð þeirra en vorskip-
anna, enda var það æði drjúgur afli sem dregimi var að landi á
vetrum þar til stærri skipin lögðu út.
Það sem segir í ritgerðinni í Sögu á bls. 92, að helsti atvinnun
vegur íbúanna á verslunarsvæði Siglufjarðarverslunar hafi verið
landbúnaður, er vafasöm ályktun. Helsti atvinnuvegurinn hefur
areiðanlega verið hákarlaveiðarnar. Landbúnaðurinn var aldrei
annað en hjáverk. Fiskveiðar voru stundaðar nokkuð, þó lítið komi
fram á verslunarskýrslum. Fiskurinn fór að mestu til skagfirskra
bænda í skiptum fyrir landbúnaðarafurðir, það sem ekki var notað á
heimilum fiskimannanna sjálfra.
Á bls. 96 er sagt að Gránufélagið hafi keypt Siglufjarðarverslun
íyrir kr. 8250,00. Síðar segir orðrétt: „Sá böggull fylgdi þó skamm-
vifi, að fé það, sem Gránufélagið varði til kaupa á versluninni var að
langmestu lejdi lánsfé frá firmanu Petersen & Holme í Kaupmanna-
höfn“.
Þarna sýnist skjóta nokkuð skökku við. Áður í ritgerðinni í Sögu
hefur verið sagt frá því að Snorri Pálsson hafi boðið Gránufélagi
2000 ríkisdala lán. Ekki er minnst á það framar hvort þetta boð
yar þegið.
Til erp skjöl sem sýna að Snorri lánaði Gránufélagi, ekki aðeins
2000 ríkisdali, heldur 10.000 krónur. Um þessi lán var samið í
tvennu lagi og gefnar út skuldaviðurkenningar. Hin fyrri hljóðar
UPP á 5500 krónur og er sundurliðuð þannig:
»Það sem hann (Snorri) átti til góða við verzlan herra Chr.