Saga - 1980, Side 307
SNORRI PÁLSSON 293
því; Jbyxjað útgerð sína með þrem skipum og hefur verið stórhuga í
þeim efnum, eins og fleiru.
Skjöldur var gamalt skip, sem þeir Snorri og Christen Havsteeai
keyptu vestan af Kúvíkum haustið 1868 og létu byggja upp um
vetúrinn.
Braupnir var smíðaður á Siglufirði veturinn 1868—1869 og
var þá talinn glæsilegasta skipið á Norðurlandi, 21,23 lestir að stærð.
Eigendur Draupnis voru í fyrstu, Snorri, Christen Havsteen og
Jóhann Jónsson í Höfn, sem smíðaði skipið. Síðar seldi Jóhann sinn
hluta Steini Jónssyni skipstjóra í Vík í Héðinsfirði — Afla-Steini.
Gefjun strandaði á Siglufirði 1868 og var boðin upp þar 31. júlí
samsumars.7 Þetta stóra skip var slegið Jóhanni í Höfn á aðeins
80 ríkisdali. Ekki er vitað hvernig eigendaskipti urðu siðar, en 1873
eru eigendur taldir þrír, Snorri Pálsson, Einar B. Guðmundsson á
Hraunum og skipstjórinn, Jón Loftsson. Jóhann í Höfn er þá ekki
lengur eigandi, þó hann væri kaupandi í upphafi.
Gefjun var langstærsta skipið í norðlenska flotanum, 49,19 lestir.
Ekki hefur hún þó verið að sama skapi traust, metin veturinn
1873—1874 á 3727 ríkisdali. Draupnir, sem var freklega hálfu minni
en Gefjun stóð þá í 3436 ríkisdölum.
Enn segir á bls. 99 í Sögu: „Skjöld átti Snorri til dauðadags, en
1875 var Draupnir horfinn úr eigu hans“. Rétt er það að Draupnir
hvarf úr eigu Snorra 1875, en samt er þetta dálítið einkennilegt
orðalag. Ástæða hefði verið fyrir höfundinn að staldra nokkuð við
ártalið 1875. Það ár mun hafa orðið Snorra erfitt, jafnvel örlagaár,
sem nú skal rekja.
Vorið 1875 gerir Snorri út þrjú hákarlaskip með vissu. Vera má
að hann hafi átt einhvern hlut í fleiri skip.um, en hann hefur þá
ekki verið útgerðarstjóri þeirra. Þessi þrjú skip, sem Snorri sá um
útgerð á, voru þilskipin Draupnir og Skjöldur og vorskipið Hregg-
viður.
Hreggviður var þá nýlega smíðaður. Ef til vill hefur þetta verið
aðeins önnur vertíð hans. Skipið smíðaði Jóhann í Höfn og átti hann
hluta í því, ásamt Snorra og Christen Havsteen. Hugmyndin mun
hafa verið að smíða þilskip, en einhverra hluta vegna var ekki sett
þilfar í það strax. Það er talið stærsta vorskipið sem smíðað var
°S líklega hið næst síðasta.
Hinn 30. maí vorið 1875 gerði aftaka norðan áhlaup við Norður-
land. Eftir að veðri þessu slotaði fannst Hreggviður á hvolfi fram
úndan Trékyllisvík á Ströndum. Álit manna var að honum hefði
hvolft við Skallarif, og síðan rekið vestur yfir Húnaflóa. Af Hregg-
7 Uppboðsbók Eyjafjarðarsýslu á Þjóðskjalasafni.