Saga - 1980, Page 308
294
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
við drukknuðu 11 menn, flestir úr Siglufirði og Svarfaðardal, en
þaðan var skipstjórinn, Zóphonías Jónsson bóndi á Grund.
Til Draupnis spurðist aldrei. Hann fórst með 11 manna áhöfn, ein-
valaliði, eins og ætíð var á þeim skipum sem Afla-Steinn stýrði.
Skipshöfn Draupnis var úr Sigl.ufirði og Fljótum. Þriðja skip
Snorra, Skjöldur, varð fyrir áfalli og féllu þrír menn fyrir borð og
drukknuðu allir.
Ekki er allt upptalið: 1 þessu sama veðri fórst Hafrenningur frá
Hellu á Árskógsströnd. Einn skipverja þar og trúlega stýrimaður
var Jón Pálsson, bróðir Snorra. Að öðru leyti er sagt, að skipverjar
hafi verið af Árskógsströnd og úr Svarfaðardal, sveitungar og
vinir Snorra. Þannig fórust af útvegi Snorra Pálssonar 25 menn
og auk þess bróðir hans. Geta má nærri að þessir atburðir hafi mjög
fengið á hann, slíkt góðmenni og mannvinur sem hann var. Munn-
mæli herma og að fyrst á eftir hafi jafnvel verið óttast um geðheilsu
hans.
Er ekki jafnvel ástæða til að skoða þingsögu Snorra nokkuð í ljósi
þeirra atburða, sem nú hafa verið raktir? Hann var kosinn á þing á
haustnóttum 1874, þegar honum lék allt í lyndi. Vafalaust hefur
hann ætlað sér þar mikinn hlut, en þegar að þingsetu kemur, er hann
andlega flakandi í sárum, ef svo má að orði komast. Það var sorg-
mæddur maður sem settist á Alþingi íslendinga sumarið 1875.
Hann reynir að vísu að gera sitt besta, en baráttuviljinn er horfinn
um skeið og Snorri verður aldrei sá forustumaður á Alþingi, sem
búast hefði mátt við.
Þegar maður revnir að rekja sögu hákarlaútvegsins í Siglufirði
og Fljótum eftir 1875, hlýtur maður fljótlega að gera sér grein
fyrir þeirri staðreynd, að Snorri Pálsson kemur þar ekki mikið
við sögu. Hann virðist halda að sér höndum, hvað snertir hákarlaút-
gerð, en snýr sér að öðrum verkefnum. Hann átti að vísu Skjöld til
æviloka, en meðeigandi hans, Christen Havsteen, tók við útgerðar-
stjórninni. Ekki er ljóst hvort Snorri átti áfram hlut sinn í Hregg-
við. Eftir slysið mikla var hann dreginn til Siglufjarðar og þar var
skipið þiljað og gert út nokkur ár. Havsteen sá einnig um útgerð
hans og nokkrar líkur eru til að hann hafi keypt hlut Snorra, en
um það verður elcki fullyrt að sinni.
Nokkru eftir þessa atburði eignaðist Snorri lítinn hlut í Jóhönnu,
í mesta lagi. fjórða part. Einar B. Guðmundsson var ætíð aðal-
eigandi hennar og sá um útgerð hennar þau ár sem hún átti eftir að
fljóta.
Það var ekki fyrr en leið að ævilokum Snorra, að hann hafði náð
sér svo að hann hófst handa um að aulca útgerð sína. Haustið