Saga - 1980, Page 309
SNORRI PÁLSSON
295
1882 keypti hann tvo þriðju liluta í Kristjönu (Christiane), en sem
kunnugt er entist honum ekki aldur til að hefja útgerð hennar. Hann
var allur áður en næsta vertíð hófst.
Ekkert sýnir betur hversu djúp áhrif slysfarirnar 1875 hafa haft
á Snorra, en tómlæti hans um hákarlaútgerð, sem þá var vísasti
gróðavegurinn á þessum slóðum.
Ekki eru tök á hér og nú að leggja neitt til mála um síldveiði-
tilraunir Snorra. Til þess skortir meiri heimildir en nú eru fyrir
hendi. Aðeins má bæta því við að hægt er að færa fram líkur fyrir
að þessi rekstur hafi a.m.k. að nokkru leyti farið fram á Siglunesi
°S þar hafi legið sú síld sem ekki komst á markað haustið 1881.
Það verð.ur þó ekki rakið frekar nú.
Á bls. 107 í Sögu er sagt frá niðursuðu James Ritchie í Borg-
arfirði og sagt að hann hafi verið við þá starfsemi hér á landi um
°S eftir 1850. Þá er minnst á áhrif hans á íslendinga í þessum efnum,
en síðan segir Jón Þ. Þór orðrétt: „En hvernig svo sem áhrifum
ívá Ritchie hefur verið háttað, hafa þau örugglega ekki náð norður í
Siglufjörð til Snorra Pálssonar og félaga hans, enda hófust þeir
ekki handa fyrr en u.þ.b. 25 árum eftir að hinn skoski maður var
hér á ferð.“
Þetta er furðuleg staðhæfing, enda algerlega úr lausu lofti gripin.
Það leið enginn aldarfjórðungur frá því að Ritchie hætti starfsemi
smni hér á landi og þar til Snorri og Einar byrjuðu á sinni niður-
suðu á Siglufirði. Hægt er að rekja beint samband miili þessara
tveggja fyrirtækja, og jafnvel er ekki loku fyrir skotið að eitthvað
af tækjum Ritchies liafi einmitt lent til Siglufjarðar. Það verður
í>ó ekki sannað, en aðeins skotið fram sem ágiskun.
Víða er minnst á starfsemi Ritchies hér á landi, en látið verður
naagja að leiða til vitnis hinn ágæta fræðimann Jón Helgason: „Ekki
voru mörg ár liðin, er hér skaut upp fyrstu Englendingunum, sem
vildu freista þess að hafa af landinu nokkurn hagnað. Þar var
fiamarlega í flokki Skoti nokkur, James Ritchie, er átti niðursuðu-
verksmiðjur í Peterhead í austanverðu Skotlandi. ... Er skemmst
^V]" að segja, að hann kom hingað til lands vorið 1857 með
ánað allan, er til niðursuðu þurfti, og lét þá þegar reisa lítið hús
Vlð Brákarpoll og hefja þar niðursuðu um sumarið. ... flutti hann
S1g að einu ári liðnu með allan sinn varnað upp að Grímsárósi, þaf
®em hann rak síðan niðursuðu sumar hvert um langt skeið. Færði
ann þá og út kvíarnar, tók Elliðaárnar á leigu árið 1859 og reisti
1 ursuðuhús og reykhús í Laugarnesi. Þessi hús brunnu í ágústmán-
1 1 1862, og lét hann þá lokið starfsemi sinni þar, en reisti árið eftir
1T11klar byggingar á Akranesi, þar sem hann sauð niður kjöt og