Saga - 1980, Page 312
298
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
kom til Siglufjarðar var hann titlaður „múrari" eða „múrsmiður“.
Hann hafði unnið við byggingu hegningarhússins að Skólavörðustíg
9 í Reykjavík og hefur efalaust iært þar margt, sem að gagni mátti
koma við húsasmíði.
Eftir að niðursuðan hafði runnið sitt skeið á Siglufirði, eignaðist
Hafliði þetta hús, breytti því í íbúðarhús og bjó þar nokkur ár.
Á bls. 117—119 í Sögu er greint frá Hinu Eyfirska ábyrgðar-
félagi og störfum Snorra Pálssonar í þágu þess. Þar er ógetið um
einn þátt í starfsemi þessa ágæta félags, þar sem gætir beinna af-
skipta Snorra.
Siglufjarðardeild félagsins starfaði að nokkru sem einskonar fjár-
festingar- eða lánasjóður. Vitað er um átta lán, sem veitt eru af
umboðsmanni félagsins á Siglufirði, en ekki er víst að þar hafi öll
kurl komið til grafar. Vextir af þessum lánum eru f jórir af hundraði
og þau eru tryggð með veði í jarðeignum, tvö til fjögur hundruð
í jörðu móti hverju hundraði ríkisdala.
Fyrsta lánið var veitt 1. nóv. 1870. Þar var um að ræða 200
ríkisdali, sem lánaðir voru Christen Havsteen starfsmanni og út-
gerðarfélaga Snorra Pálssonar. Stærstu lánin fá þeir Páll Þorvalds-
son á Dalabæ og Jóhann Jónsson í Höfn, 500 rikisdali hvor. Þessi
lán voru bæði tekin sama daginn, 1. september 1873. Síðasta lánið,
sem vitneskja er um, voru 400 ríkisdalir og veitt Steini Jónssyni
bónda og skipstjóra í Vík í Héðinsfirði 2. nóvember 1874. Skjöl
varðandi sjö þessara iána voru þinglesin á sama degi, 8. júní 1874.
Lán Steins var þinglesið rúmu ári síðar, 16. júlí 1875.14
Lántakendur eiga það sameiginlegt að allir fást þeir við útgerð.
Ekki er þó hægt að setja þau í samband við skipakaup, nema ef til
vill lán Steins. Ekki er ótrúlegt að það hafi verið fengið vegna kaupa
hans á hluta Draupnis.
Þessi átta lán voru samtals 2100 ríkisdalir og sýna þessar lánveit-
ingar úr sjóði Siglufjarðardeildar Hins Eyfirska ábyrgðarfélags
hversu fjársterkt félagið hefur í rauninni verið. Fimm árum eftir
stofnun deildarinnar hefur hún lánað a.m.k. 2100 ríkisdali, en sú
upphæð svarar til nálega tveggja þriðjunga meðal skipsverðs.
Trúlega hefur farið að halla undan fæti hjá félaginu eftir þetta.
Þá komu tjónin hvert af öðru. Skagaströndin fórst 1874 og var
greidd út. Draupnir fórst 1875, eins og áður er getið. Þessi tjón hafa
áreiðanlega orðið félaginu þung í skauti.
Á hls. 120 er farið nokkrum orðum um Ekknasjóðinn. Það stingur
dálítið í augu, að höfundur segir sína einu heimild um þennan sjóð
vera minningargrein um Snorra Pálsson í Isafold. Það vekur furðu,
14 Veðmálabækur Eyjafjarðarsýslu Litra F.