Saga - 1980, Page 313
SNORRI PÁLSSON
299
að maður, sem er að skrifa um siglfirsk málefni 19. aldar, hiefur
ekki litið hið gagnmerka rit séra Bjarna Þorsteinssonar: „Siglu-
fjarðarverzlunarstaður hundrað ára 1818—1918. Aldarminning".
Þessi litla bók, sem venjulega er nefnd „Aldar-minning Siglufjarð-
ar“, er ein merkasta heimild sem völ er á um helstu framfaramál
Siglufjarðar á þessu hundrað ára tímabili. Þar er m.a. hægt að
fræðast nokkuð um Ekknasjóðinn.
Ugglaust má rekja þessa sjóðstofnun og áhuga Snorra Pálssonar
á því máli til slysfaranna miklu 1875. Til þess er tekið í munn-
mælum hversu Snorri reyndist vel þeim mörgu ekkjum þeirra
ttanna sem fórust með skipum hans þetta slysaár. Sagt er að engin
þessara ekkna hafi þurft að leita aðstoðar sveitaryfirvalda meðan
Snorra naut við. Ef til vill er það eitthvað orðum aukið, en svona
'"nunnmæli skapast ekki að ástæðulausu.
Vegna umhugsunar og kanske áhyggna Snorra um afkomu ekkn-
anna, hefur þróast hugmynd um Ekknasjóðinn. Þær hugmyndir
urðu að veruleika 1880. Fyrr hefur þó verið nokkuð um þetta mál
nætt og verður nú athugað hvað séra Bjarni hiefur að segja um
þennan sjóð:
i.Gjörðabók hans (Ekknasjóðsins) byrjar svo: „Eins og mönnum
er kunnugt er sjáfarútvegur helzti bjargræðisvegur Siglufjarðar og
nærlig-gjandi sveita. Reynslan hefur sýnt um nndanfarin ár, að all-
morg slys hafa orðið á sjó í þessum sveitum. Af þessum slysum
þnfa að vonum leitt sveitarþyngsli, sem hreppsbúum opt og tíðum
hafa orðið þungbær. Til þess að finna ráð til að bæta úr þessu var
haldinn í Siglufirði fundur 6. dag októbermánaðar 1879, og kom
nionnum þá saman um, að hið helzta ráð væri það, að stofna sjóð
fyrir ekkjur drukknaðra manna“.
Helstu frumkvöðlar þessa fyrirtækis voru þeir Snorri Pálsson
rorslunarstjóri, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, Jóhann hrepp-
stjóri Jónsson í IJöfn og síra Skapti Jónsson á Hvanneyri. Svo var
rePpsnefndum nærliggjandi hreppa skrifað og vildu Ólafsfirðingar
°g Fljótamenn vera með, en Slétthlíðingar ekki. Var svo stofnfundur
s.ióðsins haldinn á Búðarhóli í Siglufirði 5. júlí 1880, samþykkt
°g fyrir sjóðinn og kosin stjórn hans. Formaður Einar á Hraunum,
v»raformaður Jóhann í Höfn og gjaldkeri Snorri Pálsson".15
, u'afsfirðingar gengu nær strax úr sjóðnum og greiddu aldrei tillög
Sln ^ hans. Fljótamenn hættu einnig 1884 og lagðist þá starf-
semin niður nokkur ár.
nóvember 1888 áttu þeir fund með sér, Jóhann í Höfn, Hafliði
u mundsson og Einar á Hraunum og endurreistu sjóðinn, ef svo
Bjarni Þorsteinsson: Aldarminning Siglufjarðar, bls. 120.