Saga - 1980, Page 317
Ritfregnir
Einar Laxness: JÓN SIGURÐSSON FORSETI 1811—
1879. YFIRLIT UM ÆVI OG STARF I MÁLI OG
MYNDUM. Sögufélag, Reykjavík 1979.
Um æviatriði Jóns Sigurðssonar hefur þegar, allt frá dánar-
dægri hans verið ritað og rætt svo margt að mynd hans er orðin
fastmótuð í vitund þjóðarinnar. Þar verður fáu hnikað enda vart
astæða til. Jafnskjótt og hann tók við merki sjálfstæðisbaráttunnar
úr hendi Baldvins Einarssonar deyjandi, fann þjóðin að hún
hafði eignast frábæran foringja sem hún gat treyst til þess að
finna færustu leið til sigurs, hversu löng og torsótt sem hún yrði.
Hástefndir hljómar lofgerðar verða ærandi bjölluglamur á óviður-
kvæmilegum stað eða stuncju, en þegar þeir eru slegnir á streng-
körpu sannleikans falla bylgjur fagnaðar að strönd hugans.
Jón Sigurðsson hefur verið nefndur þjóðhetja Islendinga, óska-
karn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur; aldarminning fæðingar
hans varð upphafsár Háskóla íslands; Bótólfsmessa, dýridagur,
hinn 17. júní, sá dagur ársins sem hann leit fyrst dagsins ljós
yestur í fjörðum, var valinn stofndagur hins unga íslenska lýð-
veldis og síðan þjóðhátíðardagur landsins. Um allt þetta hefur
Þjóðin verið einhuga, engin hjáróma rödd heyrst, vitandi með
sjalfri sér að þakklætisskuldin við minninguna verður aðeins
greidd með því að hún standi trúan vörð um frelsi það sem hún að
°kum uppskar af ævilangri baráttu þessa manns.
Þó fer fjarri að Islendingar hafi tekið upp persónudýrkun á
eiðtoga sínum í þá veru að færa hetjuna á goðastall, ofar öðrum
ftionnum, að hætti margra stærri þjóða, enda slíkt fjarri íslensku
Pjoðareðii. Skáld sungu Jóni forseta vissulega lof, lífs og liðnum en
stilltu því oftast í hóf með þá gömlu lífsspeki í huga að oflof er
n . Þjóðsögur hafa engar spunnist um persónu þessa manns enda
^endingum jafnan verið ljóst að einungis var hér um menntamann
r®ða, heldur fátækan að jarðneskum gæðum, stundum skuldugan,
S6rn í leiguíbúð í Kaupmannahöfn að hætti miðlungs betri borg-
^ra og lifði á handbjörg sinni, — leiðtoga, sem beitti einungis vopni
enna síns og andlegum yfirburðum í átökum við óvini sína. Lið-
sveitin sem hann fylkti til baráttu fyrir réttindum lands síns var