Saga - 1980, Síða 318
304
RITFREGNIR
oft þuiinskipuð, helft hennar fátækir bænd,ur og' búalið með ívafi
sveitapresta, áhlaupaliðið ungir menntæmenn sem of oft voru
reiðubúnir til þess að skjótast undan merkjum þegar vegtyllur
voru í boði af hálfu danskra yfirvalda. 1 þessum hópi var þó jafn-
an harður kjarni einlægra föðurlandsvina, sem aldrei létu bilbug
á sér finna frekar en foringinn í þeirri baráttu sem háð var fyrir
framtíðarheill Islands.
Einar Laxness og Sögufélagið hafa hér sent frá sér bók, ævi-
sögu Jóns Sigurðssonar í tilefni af aldarártíð Jóns Sigurðssonar,
hinn 7. des. s.l. sem er bæði höfundi og útgefanda til sóma.
Hin nýja bók eykur tæpast miklu við þann staðreyndaforða sem
þegar má finna í ritum um Jón Sigurðsson, enda vart von,
sé tekið tillit til þess að einhver afkastamesti fræðasjór í hópi ís-
lenskra sagnfræðinga, ritaði á sínum tíma ævisögu hans í 5 þykkum
bindum. Þar er flest tínt til stórt og smátt úr þeim gögnum sem
fyrir lágu, en um þau gögn, sem til hafa fallið síðar, hafa ýmsir aðrir
fræðimenn, t.d. Sverrir Kristjánsson og Lúðvík Kristjánsson, ritað
margt. Einar hefur einnig ritað bók um helsta samher.ja Jóns Sig-
urðssonar, Jón Guðmundsson, ritstjóra, varpað nýju ljósi á mörg
atriði baráttu þeirrar er þeir nafnar háðu saman, og sett á verð-
ugan stað minningu hins fórnfúsa og baráttuglaða ritstjóra, sem
þangað til hafði um of fallið í skugga nafna síns.
Heildarævisaga Jóns Sigurðssonar, löng eða stutt, hlýtur fyrst og
fremst að verða saga íslenskra stjómmála þá fjóra áratugi sem
Jón var við þjóðmál riðinn, svo mjög er þetta tvennt órofatengt. Þó
mætti rita roargar bækur og þykkar um æviverk þessa vinnujötuns
frá öðrum forsendum. Lýsing á starfi hans sem vísindamanns á
sviði íslenskra sagnvísinda og norrænna fornmennta yrði efni í
eina væna bók. Enginn yrði hissa þó einhvern daginn birtist dokt-
orsritgerð um rannsóknir Jóns á sviði íslenskrar hagsögu, eða
áhrif rita hans á þau mál öll, er að verslun og viðskiptum lúta, um
hans daga og lengur. Hið íslenska bókmenntafélag varð andlegt
stórveldi eftir að hann gerðist forseti þess. Áhrif Jóns á íslenskt
málfar, orðaforða, tungutak og stafsetningu með bréfum sem
skipta þúsundum, ritgerðum og bókaútgáfu eru ómæld. Blaða-
greinar hans í erlend og hérlend blöð, auk hinna fjölmörgu binda
Nýrra félagsrita, fylla þylckar bækur.
Jón Sigurðsson var alla ævi ástríðufullur safnari bóka, bréfa
og handrita; hélt saman hverju snifsi sem letur var á og var sí-
ritandi til hinstu stundar. Samt eru einkamál sá þáttur í lífi hans
sem sárafátt er vitað um og er það vafalítið að vilja hans sjálfs.
Við vitum að sönnu margt um heimilishald hans, fjárútgjöld, dag-
legar venjur, en um tilfinningalíf, hjónaband, skoðanamyndun hans