Saga - 1980, Page 319
RITFREGNIR
305
um menn og málefni, m.ö.o. baksvið þeirrar leikmyndar sem líf
hans og starf birtist á, mætir forvitninni þögn hinna þykku tjalda
sem norrænir menn draga gjarnan milli innstu hræringa hugans
og liins ytra borðs.
Það má vera ljóst, að Einari Laxness var ekki lítill vandi á
höndum að rita stutta ævisögu þjóðhetju okkar Islendinga, gera
grein fyrir öllum helstu æviþáttum þessa fjölvirka manns og „sníða
þessu efni þann stakk, sem nýr tími og ný kynslóð hlýtur að æskja“
eins og hann kemst að orði í formála. Þetta hefur honum samt tekist
með prýði. Eftir forspjall í 1. kafla sem ritað er af tilfinningahita,
sem hlýtur að grípa hvern góðan Islending þá er lýsa skal sann-
ferðuglega ástandi því sem ríkti í landinu, þessari hjálendu Dana-
konungs, við upphaf 19. aldar, rekur hann í tímaröð æviferil
Jóns frá upphafi, fylgir þræðinum til námsára hans og þaðan út í
þjóðmálabaráttuna.
Einar gerir glögga grein fyrir stefnu Jóns og aðferðum í helstu
stói-málum sjálfstæðisbaráttunnar, fellir af hugkvæmni inn í frá-
sognina kafla og setningar úr ritgerðum, ræðum og bréfum Jóns.
Þannig tekur höfundur fyrir endurreisn hins nýja alþingis, barátt-
una fyrir afnámi verslunarfjötranna, undirbúning þjóðfundar og
hin óvæntu endalok hans og baráttu Jóns fyrir endurbótum í
heilbrigðis- og skólamálum. Síðan er lýst hinu tragi-kómiska
uullispili kláðamálsins. Þar varð Jón um skeið viðskila við marga
helstu samherja sína vegna stefnu sinnar um lækningu þessa s.iúk-
dóms sauðkindarinnar og gerðist um leið bandamaður danskra
embættismanna hér og stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, gegn
vilja margra forráðamanna Islendinga og meirihluta alþingis. í
þessu máli sást Jón lítt fyrir er hann ákvað að brjóta gegn gr.und-
vallarkenningum sjálfs síns. Það var djarfur leikur sem krafðist
stjórnmálalegs hugrekkis að þiggja alræðisvöld í þessu máli úr hendi
Danastjórnar, höfuðóvinarins, og beita þeim gegn vilja alþingis,
seni Jón umfram allt vildi að væri í hvívetna ábyrgur málsvari
þjóðarinnar. Á hættutímum þurfa alræðismenn stundum í einstökum
oiuluni að stíga yfir lög og reglur þjóðfélagsins til bjargar. Hér
fannst Jóni það mikið í húfi er hann taldi höfuðatvinnuvegi þjóðar-
innar stefnt í voða vegna úrræðaleysis stjórnar, fálmkenndra eða
nreltra viðbragða embættismanna hér heima og skilningsskorts al-
Pingis.
Mér finnst Einar e.t.v. fullbundinn skoðunum sem hann hélt
ram £ bók sinni um Jón Guðmundsson, ritstjóranum til réttlæt-
ingar í þessu mikla hitamáli til þess að hann geti sett sig í spor
°ns forseta. Jón Sigurðsson fylgdi vissulega skynsamlegustu stefn-
unni í þessu máli, — að lækna kláðann. Heildarniðurskurður á þeim
20