Saga - 1980, Side 321
RITFREGNIR
307
það samoig-inleg't með samtímamanni sínum, Abraham Lincoln, að
þó menn væru stefnu hans ósamþykkir varð ekki um vit og mann-
kosti efast. Það liefði orðið fróðlog lesning, ef einhver eindreginn
andstæðingur Jóns úr hópi Dana, — eða Islendinga, hefði látið eftir
sig málefnalegt uppgjör, stutt þeim rökum sem hann taldi fram-
bærileg. En dómur sögunnar virðist hafa orðið sá, þegar öllu er á
botn hvolft, að andstæðingar hans hafi þá haft best er þeir voru
fjarst honum á vígvelli. Það er gæfa íslensku þjóðarinnar að mynd
Jóns hefur hvorki breyst í fjarlægð tímans né við síðari rannsóknir
og það er höfundi þessarar bókar, Einari Laxness, til sóma að
honum hefur tekist að færa mynd þessa nær okkur og skýra marga
drætti hennar í birtu nútíðarhugmynda.
Bók Einars er jöfnum höndum myndahók. Við lauslega athugun
virðist sem helmingur pappírsflatar sé prýddur myndum, sem flest-
ar eru haganlegar felldar inn í lesmál. Sumar þeirra eru reyndar
lesmál sjálfar, öðrum fylgir texti sem fyllir upp í meginmálið.
Margar þessara mynda eru gamalkunnar, aðrar miður og enn
aðrar e.t.v. teknar vegna útkomu bókarinnar og birtast því í fyrsta
sinn. Rit- og prenttextamyndir eru afar skýrar en misvel hefur tek-
ist um prentun hinna, hvort sem það er sök pappírs, prentsmiðju-
vinnu eða frummynda sem unnið var eftir.
Það er víst mannlegur veikleiki, sjái maður vel gerðan hlut, að
fara í lúsaleit að einhverju sem að mætti finna, en eftirtekjan
varð ekki mikil að þessu sinni, og er það vel. Óþarfi virðist að hafa
landa- og borganöfn á Evrópukorti með dönskum heitum einum, því
að enginn vandi er að setja íslensk nöfn inn á erlend kort, sem prent-
að er eftir, nema lítilvægur aukakostnaður. Stundum gætir ósam-
ræmis í notkun götunafna o.þ.h. í Kaupmannahöfn, t.a.m. Austur-
veggur/Östervoldgade. Skemmtilegra væri hefði nafnalisti fylgt
Mynd þjóðfundarmálverks Gunnlaugs Blöndals á bls. 82. Málverkið
sem slíkt er að visu ekkert augnayndi, en listamaðurinn hefur lagt
Slg talsvert fram við að líkja eftir andlitsfalli og einkennum fund-
armanna, einkum höfuðpersónanna. Málverkið er í alþingishúsinu
°& undirritaður spurði eitt sinn þingmann út í þetta, en hann
Þekkti aðeins einn á myndinni!
Þetta eru þó allt aukaatriði. Höfuðatriði er að Einari hefur tekist
^aeð ágætum það hlutverk er hann ætlar þessari bók, „að fylla upp í
skarð, sem of lengi hefur staðið opið á þessum sögulega vettvangi,"
ems og segir í káputexta. Fyrir það eiga bæði hann og útgefandi
Pakkir skildar. Þessi bók á því erindi til sérhvers Islendings sem
Vi’l Þunna skil á þeim þætti þjóðarsögunnar er hún fjallar um.
Annað mál er það að vart er hægt að ljúka þessari ,umsögn
a áliti (orð sem Félagsritamenn notuðu gjarnan um bókmennta-