Saga - 1980, Síða 323
RITFREGNIR
309
Jón Espólín og Einar Bjarnason: SAGA FRÁ SKAG-
FIRÐINGUM 1685-1847. Kristmundur Bjarnason,
Hannes Pétursson og Ögmundur Helgason höfðu um-
sjón með útgáfunni. Rv., Iðunn, 1976—79. 4 b.
Skagfirðingar hafa undanfarin ár látið mjög að sér kveða á
ýmsum sviðum, sem lúta að héraðssögu þeirra. Má þar nefna Skag-
firðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga (síðan 1966), en þar hefur
birzt margvíslegt sögulegt efni, og Sögu Sauðárkróks eftir Krist-
mund Bjarnason á Sjávarborg. Á árunum 1939—1959 kom út rit-
röðin Skagfirzk fræði í ellefu bindum. Þá hefur tilkoma hins veg-
’ega Safnhúss á Sauðárkróki greitt mjög götu þeirra, sem sinna
vilja skagfirzkri sögu. Kristmundur á Sjávarborg á mikinn þátt í
blómgun skagfirzkrar sagnaritunar á síðustu árum, og sýndi af-
mælisrit hans, Fólk og fróðleilcur, sem út kom á öndverðu þessu ári,
hve mikils sýslungar hans og aðrir meta framlag hans á þessu sviði.
Auk Kristmundar hafa ýmsir Skagfirðingar, búsettir innan hér-
aðsins og utan, lagt mikla rækt við skagfirzka sögu. Hafa áhugamenn
um þessi efni iðulega unnið saman að verkefnum á þessu sviði, og
er útgáfa Sögu frá Skagfirðingum, sem er í hópi grundvallarrita
um sögu héraðsins, ávöxtur þeirrar samvinnu.
Saga frá Skagfirðingum er í raun annáll. Tiltölulega hratt er
farið yfir sögu fram til loka 18. aldar, en eftir það verður frásögnin
ýtarlegri. Jón Espólín hóf að semja verkið og hélt því fram til 1835
ársins, áður en hann dó — en þá tók við Einar Bjarnason
lengstum kenndur við Starrastaði eða Mælifell, og hélt ritun sög-
unnar fram til 1847. Ýmsir hafa talið, að Gísli Konráðsson hafi
samið þennan hluta verksins, en í greinargerð Hannesar Péturs-
sonar um þetta efni aftast í síðasta bindi eru dregin fram marg-
visleg rök gegn því, og ætti nú ekki að þurfa að deila framar um
þetta mál. En þótt Einar fjallaði aðeins um tólf ára tímabil, lætur
nærri, að tveir fimmtungar ritsins séu hans verk. Bindin fjögur eru
míög áþekk að stærð, en hins vegar er sjálfur sögutextinn nokkru
lengri í öðru og þriðja bindi en í því fyrsta og síðasta. Skipting
efnisins í bindi er verk útgefenda, en annars skiptist ritið í kafla,
sem hver og einn ber fyrirsögn með svipuðum hætti og Árbeekur
Espólíns, og ártöl eru sett á spássíur. Alls eru kaflarnir 349. Fyrsta
hindið nær fram til 1787, annað bindið til 1832 og hið þriðja til 1842.
Saga frá Skagfirðingum er fróðleiksnáma þeim, sem sinna skag-
irzkri sögu og ættfræði. Ritið er merkileg frumheimild um atburði
Skagafirði, allt frá því að Espólín flyzt þangað norður 1803 og