Saga - 1980, Síða 324
310
RITFREGNIR
þangað til Einar Bjarnason hættir skrifum sínum. Þá er formáli
Espólíns athyglisverður frá söguspekilegu sjónarmiði, og er fróðlegt
að bera hann saman við formála Espólíns að ýmsum öðrum verk-
um hans, þar sem hann gerir grein fyrir markmiði sagnaritunar
sinnar. 1 þessum formála fjallar Espólín um ýmis þau vandamál,
sem sagnaritarar standa frammi fyrir, og réttlætir iðkun sagnfræði.
Sé Saga frá Skagfirðingum skoðuð í víðara samhengi, liggur beint
við að nálgast hana frá tveimur hliðum — annars vegar meta stöðu
hennar innan íslenzkrar annálaritunar og héraðssöguritunar, hins
vegar er forvitnilegt að skoða þátt Espólíns í ritinu sem hluta af
höfundarverki hans. í stuttri ritfregn verður þó ekki betur gert en
reifa nokkur athugunarefni af þessu tagi.
Héraðssögur í einhverri mynd eru mjög áberandi í íslenzkri sagna-
ritun allt frá fornritum til samtímans. 1 sumum annálum hvílir
áherzla á atburðum, sem gerast í heimahéraði annálsritarans, og
er þá ekki nema stigsmunur á riti, sem ber annálsnafn, og riti, sem
kallað er héraðssaga, en er í annálsformi. 1 héraðssögu verður vart
hjá því komizt að skírskota talsvert til manna og málefna utan
héraðs, og sú er raunin um Sögu frá Skagfirðingum. Þar er einnig að
finna frásagnir af öðrum löndum. Annars er Saga frá Skag-
firðingum að mörgu leyti dæmigerður annáll. Annálsformið gerir
það að verkum, að óhægt er um vik að skýra langtímaferli í sög-
unni, enda freista höfundar ritsins þess lítt. Þannig eru orsaka-
skýringar ekki áberandi; höfundarnir láta sig fyrst og fremst varða,
hvað gerðist, ekki hvers vegna. Ef um skýringar er að ræða, eiga
þær við skammtímaferli. Efnisval er með svipuðum hætti og gerist
og gengur í annálum. Getið er um árferði, greint frá mörgu fólki,
einkum því sem mikils mátti sín, stjórnsýslu og réttarfari og stund-
um sagðar sögur af samskiptum manna. Þá eru helztu mannalát
tilgreind. Frásögn Jóns Espólíns af atburðum í Skagafirði, eftir að
hann flutti norður, er talsvert bundin persónu hans; hann greinir
ýtarlega frá atburðum, sem tengjast sýslumannsembættinu. Eftir
að Einar Bjarnason tekur við, breytist sjónhringur frásagnarinnar
og mótast af aðstæðum Einars.
Hlutur Espólíns í Sögu frá Skagfirðingum fellur vel inn í heild-
armynd af skrifum hans um samtímasögu og sögu næstu kynslóða
á undan. Húnvetninga saga hans, sem Gísli Konráðsson hélt fram
á sama hátt og Einar Bjarnason gerði með Sögu frá Skagfirðing-
um, er um margt hliðstæð Skagfirðingasögunni. Og í Árbókunum
er að finna mikið efni, sem einnig er fjallað um í Sögu frá Skag-
firðingum. Frásögnin er oft ýtarlegri í Sögu frá Skagfirðingum, en
efnistök mjög svipuð, og hugmyndafræðin, sem gegnsýrir verkið,
hin sama, eins og að líkum lætur. Vert er að veita því athygli, að