Saga - 1980, Page 325
RITFREGNIR
311
áhrif Espólíns á sagnaritun síðari kynslóða koma ekki hvað sízt fram
í héraðssöguritun. Vinir hans tveir og- iærisveinar, þeir Gísli Kon-
ráðsson og Einar Bjarnason, tóku upp merki hans á þessu sviði, og
enginn vafi er á því, að Gísli varð fyrirmynd margra sagnaritara
úr alþýðustétt, sem sömdu héraðssögur og sagnaþætti. Slík sagna-
ritun hefur staðið með blóma allt til þessa dags, og er þetta þýð-
ingarmikill þáttur í íslenzkri sagnaritun 19. og 20. aldar.
Þessi útgáfa Sögu frá Skagfirðingum er hin vandaðasta að ytri
gerð, letur þægilegt fyrir augað og pappír góður. Af hálfu þeirra
þremenninganna, sem umsjón höfðu með útgáfunni, er ritið prýði-
lega í hendur lesandans búið. Texti þess er að mestu leyti færður
til nútímahorfs. Alltaf má deila um, hvernig að frágangi texta í út-
gáfu á borð við þessa skuli staðið, en ég tel, að hér hafi verið rétt
á málum haldið. Þar sem um er að ræða orðalagsmun milli frum-
handrits og afrita, er þess getið í neðanmálsgreinum. Aftan við
hvert bindi eru svo ýtarlegar skýringargreinar við atriði, sem
tyrir koma í einstökum köflum, og hefur Kristmundur Bjarnason
samið þær. Þar eru sögð deili á mönnum, sem nefndir eru til sögunn-
ar> fyllri upplýsingar veittar um einstök atriði en fram koma í sög-
unni sjálfri, vísað á milli kafla, ranghermi af ýmsu tagi leiðrétt og
loks vísað til írekari heimilda um þau efni, sem frá er greint. Er af-
ar mikill fengur í þessum skýringargreinum. Aftast í síðasta bindinu
er svo mannanafnaskrá yfir öll bindin. Eykur hún notagildi ritsins
511 jög.
Þessi útgáfa Sögu frá Skagfirðingum er öllum aðstandendum
úennar til sóma.
Ingi Sigurðsson.
Síra Ágúst Sigurðsson: FORN FRÆGÐARSETUR —
í Ijósi liðinnar sögu.
[I. bindi]. Bókamiðstöðin. Reykjavík MCMLXXVI. 308
bls. og myndir. — II. bindi. Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur. Reykjavík 1979, 284 bls. og myndir.
fj a^e'ns þriggja ára millibili hefur síra Ágúst á Mælifelli sent
a ser tvö þykk bindi þátta um sögu íslenzkra prestsetra og kirkju-
a a. Ýmsir þáttanna munu grundvallaðir á útvarpserindum, sem
ofundurinn hefur haldið og vakið hafa verðskuldaða athygli. 1
-Zrra bindinu eru þættir um Möðrudal á Efra-Fjalli, Vallanes á
0 lum, Klyppstaði í Loðmundarfirði, Breiðuvíkurþing á Snæfells-