Saga - 1980, Side 326
312
RITFREGNIR
nesi, Breiðabólstað á Skóg-arströnd, Breiðabólstað í Vesturhópi,
Mælifell í Skagafirði, Kvíabekk í Clafsfirði og Svalbarð í Þistil-
firði. Bindinu fylgir tilvitnanaskrá og sérstakar skýringar á orð-
um úr kirkjumáli.
1 síðara bindinu er að finna þætti um Valþjófsstað í Fljótsdal,
Snæfjöll við ísafjarðardjúp, Glaumbæ á Langholti, Glæsibæ við
Eyjafjörð' og Fjallaþing. Bindinu fylgja tilvitnanaskrá og nafnaská.
Af þessu má sjá, að þættirnir í I. bindi eru níu talsins, en í II. bindi
eru þættirnir fimm. Enginn þáttur er af Suður- eða Suðvesturlandi,
en hpfundur segir í formála II. bindis, að eigi muni lengur dregið
að bæta úr því, ef framhald verði á útgáfunni, sem von sé til.
Kirkjusetrin, sem frá er sagt, eru að einhverju leyti valin með
fjölbreytni í huga. Sum þeirra eru mjög fræg og eftirsótt að fyrri
tíðar mati, í góðsveitum landsins, svo sem Vallanes, Breiðabólstaður
í Vesturhópi, Mælifell og Glaumbær. Önnur eru harla afskekkt við
hið yzta haf eða á fjöllum uppi, svo sem Möðrudalur, Klyppstaður,
Snæfjöll og Fjallaþing. Fram á þessa öld skiptust prestaköll í tvo
flokka, beneficia (eiginleg prestsetur) og þing (þar var ekki sér-
stakt prestsetur í eigu kirkju). Segja má, að orðið frægðarsetur í
bókarheitinu leyfi naumast að þing séu tekin með, en þó eru
Breiðavíkurþing höfð með í I. bindi og raunar einnig Fjallaþing í
II. bindi, en reyndar var lengst af fast prestsetur í Fjallaþingum
meðan þau voru við lýði. Þetta misræmi skiptir auðvitað harla litlu
máli.
Uppbygging þáttanna um hin einstöku frægðarsetur er svipuð
frá einu setri til annars: Fyrst er staðháttum og landslagi lýst,
síðan er sagt frá heimildum um staðinn í kaþólskum sið, og loks
kemur rækilegt prestatal frá síðari öldum ásamt miklu ættfræðir
legu efni og alls konar frásögnum af atburðum, mönnum og mál-
efnum. — Þessar reglur um uppbyggingu eru haldnar nema sér-
staklega standi á, en það á einkum við um Fjallaþing, þar sem
hvorki var um að ræða sérstaka sóknarkirkju né prestakail fyrr en
á síðari hluta 19. aldar, og því ekki um söguefni að ræða fyrir
þann tíma. Á myndablöðum er birtur fjöldi mynda, einkum af kirkj-
um og prestum og prestsfjölskyldum, og hefur greinilega verið lögð
talsverð alúð við söfnun myndanna. Sumar þeirra eru gamlar og
hafa umtalsvert heimildargildi.
Orðfæri síra Ágústs er víða talsvert sérkennilegt. Stíllinn er með
köflum háfleygur og jafnvel dálítið tilgerðarlegur, en þó fellur
hann yfirleitt vel að efninu, enda kemur naumast á óvart að prest-
ur sem skrifar um presta og kirkjur skuli beita ofurlítilli mærð a
stöku stað. Engan veginn er um það að ræða, að stíll bókarinnar i
heild sé mærðarlegur, þvert á móti er hann bæði fjölbreytilegur og