Saga - 1980, Blaðsíða 327
RITFREGNIR
313
skemmtileg’ur og oft dálítið fyrndur. Athyglisverð er yfirveguð
notkun síra Ágústs á hinni fornu fleirtölu fornafns fyrstu persónu
(vér — oss — oss — vor), en notkun hennar eykur á fjölbreyti-
leika og litauðgi móðurmálsins og væri skarð fyrir skildi ef hún
hyrfi með öllu.
Víða í Fornum frægðarsetrum kemur góð frásagnarlist í ljós.
Gamansögur eru vel sagðar, eins og til dæmis af séra Vigfúsi í
Breiðuvíkurþingum (I, 113), og skemmtilega er rýnt í heimildir
eins og þegar fjallað er um séra Jón Filippusson í Glæsibæ og
Þorgerði fylgikonu hans (II, 188—89). Stundum verður frásagnar-
ffleðin svo áköf, að síra Ágúst ræður sér varla og leiðist út í það
að segja frá mönnum og atburðum, sem lítt tengjast þeim kirkju-
stað sem verið er að fjalla um í það skiptið. Dæmi um þetta er þegar
svonefnt kríumál frá lokum 17. aldar er rakið í þætti af Breiða-
bólstað á Skógarströnd (I, 138—40), og þegar sagt er frá síra Ög-
mundi Sivertsen á Tjörn í þætti .um Breiðabólstað í Vesturhópi (I,
1.97—98). En ekki skortir á frásagnarlistina á þessum stöðum, og
má reyndar e.t.v. um þetta viðhafa hin fleygu orð, að sjaldan er
góð vísa of oft kveðin.
Víða tekst höfundi verksins mjög vel upp í staðháttalýsingum,
enda hefur hann næmt auga fyrir fegurð og stórhrikaleik íslenzks
landslags. í þessu samband má minna á upphaf kaflanna um
Klyppstað í I. bindi og Snæf jöll í II. bindi, en á þeim stöðum báðum
fer hann á kostum. Einnig er vel sagt frá ýmsu basli presta víða og
slysförum lýst af næmleik og hluttekningu.
1 Fornum frægðarsetrum er að finna hinn mesta urmul af alls
bonar staðreyndum. Nöfnin og ártölin sem fram eru reidd mynda
stundum slíkan frumskóg að erfitt verður að átta sig. Eðlilegt er, að
i*®r sé spurt um heimildir og heimildarýni. Höfundur vísar í til-
vitnaskrám til heimilda. Séu þessar skrár athugaðar, sést að
Arbækur Espóííns hafa mjög verið nýttar, en þær eru reyndar
Werkari fyrir sérkennilegar og oft skemmtilegar frásagnir en fyrir
sagnfræðilega nákvæmni. Flestar aðrar heimildir, sem höfundur
n°tar, verður að telja fullgildar. Notkun heimildanna virðist
særna vel alltraustu alþýðlegu fræðiriti, en reyndar er erfitt að
ganga úr skugga um slíkt nema með því að gera rækilegan saman-
urð. Við skjótan yfirlestur hefur fundizt nokkuð af villum og óná-
væmni, eins og við er að búast í jafn stóru riti og hér um ræðir.
u verða færðar fram nokkrar leiðréttingar og athugasemdir við
eiIistölv atriði í báðum bindum Fornra frægðarsetra.
A bls. 11 í I. bindi er gert ráð fyrir að á Bakkastöðum austan
°kulsár á Brú hafi til forna verið sóknarkirkja. Um þetta eru að-
61ns °liós munnmæli, og í kirknaskrá Páls biskups frá því um