Saga - 1980, Page 328
314
RITFREGNIR
1200 eru Bakkastaðir ekki nefndir. Fyrir þann tíma höfðu óefað
margir bændur reist bænhús á jörðum sínum og grafið látna heima-
menn við þau, og gæti slíkt hafa gerzt á Bakkastöðum, en annars
híafa þeir að öllum líkindum farið í eyði ekki seinna en á 11. öld,
líkt og mestöll önnur byggð innst á og inn af Jökuldal.
Á bls. 18 í I. bindi er hin forna biskupaleið yfir Ódáðahraun
sýnd á uppdrætti og mörkuð mjög nærri norðurjaðri Vatnajökuls.
Þessi lega leiðarinnar er umdeild, en um það efni má nú síðast
lesa ritgerð eftir Jón Gauta Jónsson í Árbók Hins ísl. fornleifafélags
1979.
Aftan við I. bindi eru orðskýringar, eins og áður getur. Þar er að
ýmsu leyti miðað við kaþólskan sið fremur en lútherskan án þess að
það sé sérstaklega tekið fram. 1 skýringunum finnast smávillur.
Undir orðinu bændaliluti er talað um að leggja megi saman bænda-
hluta og kaupahluta jarðar, og þá komi út matsverð hennar, en í
reynd eru orðin kaupahluti og bændahluti samheiti, og andstæða
þeirra er kirkjuhluti. Undir orðinu prestslaun segir að prestslaun
fyrir að messa í bænhúsi hafi verið IV2 mörk á ári, en í reynd var
oftast ekki greidd nema Vs mörk eða % úr mörk árlega fyrir messu-
þjónustu við bænhús, þ.e. messurnar voru 12—18 á ári.
Bagalegt er, að engin nafnaskrá fylgir I. bindi.
1 formála fyrir II. bindi er á bls. 7 talað um að hátt í 300 bænhús-
setur hafi verið á landinu. Óvíst er við hvaða tíma er hér miðað,
en fullvíst má telja að bænhúsin hafi verið miklu fleiri en þessu
nemur þegar þau voru flest á hámiðöldum eða í upphafi síðmiðalda
(á 12.—14. öld).
Á bls. 10 í II. bindi er rangt farið með niðurstöður staðamála
1297, en hið rétta er, að leikmenn áttu samkvæmt sættargerðinni 1
Ögvaldsnesi að hafa forræði þeirra kirkjustaða þar sem þeir áttu
hálfa jörðina eða meira. Kirkjan fékk hins vegar forræði þeirra
staða sem hún átti alveg. Þegar Valþjófsstaður varð staður árið
1306 hlýtur það að hafa gerzt þannig, að eigandi hálflendunnar
hef.ur selt eða gefið hana til kirkjunnar, en hina hálflenduna átti
kirkjan fyrir.
Á bls. 98—99 í II. bindi er ruglingur (eða prentvilla) varðandi
fjölda álna í einu hundraði. Rétt er að í einu hundraði voru t.d. um
1700 reiknaðar 120 álnir eða 240 fiskar.
Á bls. 84 og 95 í II. bindi er ranglega gert ráð fyrir því að
plágan síðari 1494—95 hafi gengið um Vestfirði. Hún gekk einmitt
um alla landshluta nema Vestfirði. Því er hér ranglega ályktað.
Fleira verður ekki tínt til af þessum toga. í heild má segja, að
Forn frægðarsetur séu vel úr garði gerð af hendi útgefanda, og það á
við um bæði bindin. Prentun er góð og prentvillur fáar. Enn skal