Saga - 1980, Blaðsíða 329
RITFREGNIR 315
undirstrikað, að myndefnið hefur mikið gildi og veitir ritinu í heild
léttara viðmót en það hefði haft að öðrum kosti.
Ljóst er, að Forn frægðarsetur eru komin til vegna einlægs og
brennandi áhuga síra Ágústs á viðfangsefninu, enda hrífur hann
lesandann einatt með sér á vit horfinna manna og liðinna tíma.
Hér er um að ræða fræðirit í alþýðlegum dúr, og undirrituðum er
kunnugt um að margir, leikir sem lærðir, hafi haft mikla ánægju af
lestri bindanna beggja sem út eru komin. Vonandi eiga bindin eftir
að verða fleiri.
Bjöm Teitsson.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: VINSTRI ANDSTAÐAN
I ALÞÝÐUFLOKKNUM 1926—1930 (Framlag 5), Fag-
krítíska útgáfan Framlag (Rót), Rv. 1979. Fjölrit.
Rit Ingibjargar Sólrúnar er að stofni B.A.-ritgerð í sagnfræði.
Höfundur skiptir efninu í þrjá meginþætti: Þróun hinnar alþjóðlegu
konimúnistahreyfingar; þróun íslensks efnahagskerfis og verkalýðs-
hreyfingar 1920—1930; vinstri andstaðan í Alþýðuflokknum 1926-
1930. Þessi skipting er til hagræðis, því að tveir fyrstu þættirnir
VarPa ljósi á hinn þriðja, sem er aðalviðfangsefni höfundar.
í fyrsta þætti segir Sólrún frá því, hvernig Kommúnistaflokkur
Háðstjórnarríkjanna náði forræði í alþjóðahreyfingu kommúnista
°S gerði Komintern að verkfæri í sínum höndum. Hún lýsir valda-
baráttunni, sem lyktaði með því, að Jósep Stalín sölsaði undir sig
011 yöld í Ráðstjórnarríkjunum og Komintern.
Næst gerir Sólrún nokkra grein fyrir íslensku „iðnbyltingunni":
stofnun togaraútgerðar, fjölgun verkalýðs bæjanna, upphafi verka-
lýðsfélaga og stofnun Alþýðusambandsins 1916. Sjónarhóll hennar
sami og flestra vinstri sinna; auðvaldið dafnar, alþýða þjáist.
að er einskis metið í þeirri sorgarsögu, sem hún segir, að nokkrir
líamtakssamir einstaklingar leiddu þjóðina frá nauðþurftabúskap
1 átt til velsældarþjóðfélagsins. Litið er fram hjá þeim efnahagslega
°S stjórnmálalega ávinningi, sem þjóðin öll hafði af framtaki þess-
ara _manna, en einblínt á fómirnar.
Sólrún vísar í ritið íslenska þjóðfélagið og segir, að nýtt flokka-
,veifi hafi myndast á íslandi byggt á „afstöðunni til skiptingar efna-
agslegra gæða, en ekki á mismunandi viðhorfum í sjálfstæðisbar-
.. anni“. Þessi skilgreining er þó harla ófullkomin, þegar tekið er
1 it til þess, að mikill hluti kjósenda hefur aldrei látið skipa sér á
ds sarnkvæmt stéttagreiningu róttækra manna. Skipting gæðanna