Saga - 1980, Blaðsíða 330
316
RITFREGNIR
réð ekki afstöðu þessara kjósenda til flokkanna, heldur sú sann-
færing þeirra, að markaðskerfið, sem nú er svo kallað, væri best
fallið til að skapa ríkuleg lífsgæði og frjálst þjóðskipulag.
Sólrún gerir samanburð á upphaflegum stefnumiðum Alþýðu-
flokksins og stefnuskrá hans frá 1922. Hún færir rök fyrir því, að
stefnuskráin sé „að miklu leyti byggð á stefnuskrá danskra sósíal-
demókrata..Segir Sólrún, að höfundarnir hafi verið Jón Thorodd-
sen og Sigurður Jónasson, en æskilegt hefði verið að tilgreina heim-
ildir fyrir þessu. Sólrún hafnar þeirri tilgátu, að tveir fyrstu og rót-
tækustu kaflar stefnuskrárinnar séu samdir undir áhrifum kommún-
ista. Máli hennar til stuðnings má benda á, að sósíaldemókrata-
flokkar Vestur-Evrópu höfðu flestir stefnuskrár með því sniði, sem
hér um ræðir. Þar var annars vegar gerð grein fyrir skammtíma-
markmiðum (,,umbótamálum“) og hins vegar lokamarkmiðum (sam-
eignarþjóðfélaginu). Allt var þetta sett fram í nafni marxismans.
Meginþáttur verksins, „vinstri andstaðan í Alþýðuflokknum“,
liefur í höfuðdráttum verið rakinn áður, en Sólrún bætir ýmsu við
fyrri frásagnir. Mestur fengur þótti mér að lýsingu hennar á helstu
deilumálum sósíaldemókrata og kommúnista. Sólrún var betur sett
en ýmsir aðrir höfundar, því að hún hafði aðgang að frumheimild-
um: fundargerðabókum Jafnaðarmannafélags Akureyrar, Reykja-
víkur og Spörtu, sem hún segir, að séu í vörslu ónefnds „einka-
aðila“. En þessar heimildir hafa af einhverjum ástæðum dugað
henni skammt. Hún vitnar sjaldan til þeirra, og á þeim tilvitnunum
er fremur lítið að græða, þótt frá því séu undantekningar (t.d.
skýrsla Hauks Björnssonar um Kominternþing 1928 og frásögnin um
skipti Ólafs Friðrikssonar og kommúnista eftir 1926). Fundar-
gerðabækurnar bafa líkast til ekki bætt miklu við þá vitneskju, sem
má fá úr prentuðum heimildum, og er það miður.
Verður nú vikið að einu höfuðstefi ritsins, sem má orða svo:
Sósíaldemókratar áttu drjúgan þátt í að kljúfa Alþýðuflokkinn með
því að þjarma svo að kommúnistum, að þeir hrökkluðust úr flokkn-
um. Til að sannreyna þessa kenningu verður að varpa fram tveim-
ur spurningum: Hvers konar flokkur var Alþýðuflokkurinn? Hver
voru markmið kommúnista í skipulagsmálum? Fyrri spurningunnx
svarar Sólrún afdráttarlaust sem áður segir: Alþýðuflokkui’inn var
sósíaldemókratískur flokkur (það var einnig álit kommúnista). Með
stefnu sinni skipaði flokkurinn sér í þá fylkingu sameignarsinna, sem
hafnaði byltingarleiðinni og kaus þingræðið. Kommúnistar töldu aft-
ur á móti, að byltingin væri eina leiðin til raunverulegrar valdatöku
alþýðunnar. Þeir höfnuðu þingræðinu með öllum þess málamiðl-
unum. Hér var því að finna hin ósættanlegu öfl, sem tekist höfðu a
í alþjóðahreyfingu sameignarsinna og skilið höfðu að skiptum í 1°^