Saga - 1980, Qupperneq 332
318
RITFREGNIR
Sólrúnar að teljast einföldun á öllum málsatvikum: „Upphafið að
hinum skipulag-slega klofningi Alþýðuflokksins áttu sósíaldemó-
kratar þegar þeir gengu út úr J afnaðarmannafélagi Reykjavíkur í
október 1922“. Eitt tré byrgir henni útsýnið yfir skóginn.
Niðurstöður Sólrúnar flækja hana í þversögnum eins og færa má
mörg dæmi um. Á bls. 61 segir hún, að kommúnistar hafi haldið
nokkrum þeim verkalýðsfélögum, sem þeir stofnuðu, utan við A.S.Í.
En á bls. 92 tekur hún það gott og gilt, að kommúnistar hafi ekki
viljað sundra verkalýðshreyfingunni. Á bls. 92 tekur hún undir þá
fullyrðingu Einars Olgeirssonar, að kommúnistar hafi boðið Alþýðu-
flokknum samfylkingu 1930 og hafi tilboðið m.a. verið miðað við
kosningasamstarf (viðtal við E.O., 1979). En á bls. 94 er vitnað í
samtímaheimild, sem sýnir, að Brynjólfur Bjarnason taldi það eina
höfuðástæðuna til klofnings Alþýðuflokksins, að „borgaraflokkur'1
kúgaði „verkalýðsfélögin til að styðja sig við kosningar". Árið
1934 var fjöldi manns rekinn úr Kommúnistaflokki Is-
lands, m.a. fyrir þá sök að vilja styðja frambjóðendur Alþýðu-
flokksins í kjördæm,um, þar sem atkvæði kommúnista gátu ráðið
úrslitum milli vinstri-sósíaldemókrata og sjálfstæðismanna. Þetta
var brot á boðorðum Kominterns, og við lá, að Einar Olgeirsson,
heimildarmaður Sólrúnar um samfylkingartilboð 1930, væri rekinn
úr Kommúnistaflokknum.
Álíkar mótsagnir er að finna í lýsingu Sólrúnar á alþjóðlegum
tengslum kommúnista. 1 1. kafla lýsir hún drottnunarvaldi Komin-
terns og Stalíns yfir kommúnistahreyfingunni í Norðurálfu. Á bls.
79 segir Sólrún, að Komintern virðist setja „íslenskum kommúnistum
það sem verkefni [1924], að stofna kommúnistaflokk sem fyrst“.
Á bls. 30 greinir hún frá því, að kommúnistar hafi hlítt aga Komin-
terns 1925, og á bls. 66 segir, að 1926 hafi Alþjóðasambandið gefið
þeim sex mánaða frest til að stofna flokk. En þrátt fyrir þessi sky-
lausu dæmi ,um fjarstýringu getur Sólrún aldrei gert það fyllilega
upp við sig, hvort íslenskir kommúnistar hafi lotið Moslcvuvaldinu.
(Það vantar t-ið í orðið „Stalínismi" í efnisyfirlitinu!)
Fljótt á litið hljóta menn raunar að undrast, að ráðamenn Alþýðu-
flokksins skyldu ekki vísa kommúnistum úr flokknum á árunum
1922—1926. En þegar betur er að gáð, virðast alþýðuflokksforingj"
amir hafa vonast til, að minna yrði úr fyrirætlunum kommúnista
en efni stæðu til. Einingu flokksins yrði þannig bjargað. Langlund-
argeð foringjanna bar raunar nokkurn ávöxt, þar sem Ólafur
Friðriksson og vinstri-sósíaldemókratar sátu eftir i flokknum, þegai
kommúnistar kvöddu 1930.
Sólrún styður þá kenningu Ólafs R. Einarssonar (sjá Sögu, XVII,
1979), að innganga Alþýðusambandsins í Alþjóðasamband jafnaðar-