Saga - 1980, Blaðsíða 334
320
RITFREGNIR
dóma í garð alþýðufloklcsleiðtoganna. Hann bregður upp mynd af
þeim sem hálfgerðum skoðanaleysingjum er barist hafi gegn ís-
lenskum kommúnistum fyrir mála frá Dönum. Það liggur í orðunum,
að þurft hafi peninga frá Stauning til að snúast gegn kommúnism-
anum eins og hann var framkvæmdur af Lenín og Stalín. Með sömu
rökum rr.ætti halda því fram, að fyrirgreiðsla Komint.:rns við ís-
lenska kommúnista hafi egnt þá til mótþróa við flokksforystu Al-
þýðuflokksins. En slíkar „efnishyggju“-skýringar ná vitaskuld engri
átt.
Sólrún Gísladóttir fer ekki í felur með pólitísk viðmið sín. Hún
telur, að það hafi verið að kenna glámskyggni íslenskra verka-
manna, að þeir skyldu ekki fylkja sér undir merki Leníns og Stalíns.
Síðar hafi þó verkamenn áttað sig á „svikum sósíaldemókrata".
Orðalagið er vægast sagt óviðkunnanlegt í prófritgerð, en er senni-
lega „viðurkennd skoðun“ með þeim sagnfræðingum, sem telja árin
1938—1942 „nokkurs konar hetju- og gullaldarskeið í sögu ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar1'.* Sólrún láir kommúnistum það ekki,
þótt þeim „mislíkaði að flokkur þeirra væri í alþjóðlegum tengslum“
við erlenda sósíaldemókrata, því að athæfi þeirra hafi ekki alltaf
verið fagurt. Það virðist ekki hvarfla að Sólrúnu, að meirihlutanum
í Alþýðuflokknum hafi þótt nóg um, er minnihlutinn gekk undir ag-
ann hjá Kremlverjum og krafðist þess, að Alþýðusamband íslands
lýsti yfir samúð sinni með þeim. Þeir Stauning og Ebert hafa
sjálfsagt verið breyskir, en óþarft er að láta Gúlagkerfið falla í
skuggann af ávirðingum þeirra.
Ég hef gagnrýnt margt í riti Sólrúnar, en enginn skyldi ætla, að
ég lasti verkið í heild. Það tekur flestum B.A.-ritgerðum fram um
heimildafjölda, framsetningu og skipuleg efnistök. Greining ein-
stakra efnisþátta er líka með ágætum. Ég þykist sjá í Sólrúnu efni-
legan sagnfræðing og vona, að gagnrýni mín verði henni hvatning
til að gera betur. Mér sýnist að í þessu byrjandaverki hafi henm
einkum orðið fótaskortur á því að gefa sér niðurstöður fyrirfram, en
laga þær ekki eftir staðreyndunum eins og þær birtust henni í heim-
ildunum. Hefði raunar mátt ætlast til þess, að leiðbeinendur hennar
forðuðu henni frá því að falla í ýmsar þær gryfjur, sem hér hefur
verið lýst. Að minnsta kosti hefðu þeir mátt benda henni á, að
Þjóðabandalagið hefði ekki verið hernaðarbandalag gegn Ráð-
st j ór narrík j unum.
Þór Whitehead.
* Gunnar Karlsson, ritfregn, Saga, XVII, 1979, bls. 272.