Saga - 1980, Page 335
RITFREGNIR
321
Þór Whitehead: KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á
ISLANDI 1921—1934. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
(Sagnfræðirannsóknir — Studia historica). Reykjavík
1979.
Svo sem sjá má af titli ritsins er því ætlað að rekja sögu sam-
taka kommúnista á Islandi frá byrjun 1921 og fram til ársloka 1934.
Fyrstu tveir kaflarnir taka yfir tímahilið fram að 1930, þegar
Kommúnistaflokkur Islands (K.F.l.) var formlega stofnaður. Grein-
ir Þar frá Ólafi Friðrikssyni og baráttu hans innan Alþýðuflokks-
ins sem og samskiptum hans við þá er helst fylgdu honum að málum.
Sagt er frá átökunum í Jafnaðarmannafélaginu, stofnun og starfi
Félags ungra kommúnista, Rauða fánanum (eldra) og stofnun
Spörtu, þá er fjallað um harðnandi átök milli þeirra, sem skipuðu sér
i hægri arm Alþýðuflokksins, og hinna sem stóðu á vinstra væng.
Greint er frá átökum á Alþýðusambandsþingum, kröfum þeim,
sem vinstri menn höfðu þar uppi, og viðbrögðum hægri manna við
Þeim. Loks er svo fjallað um þing Sambands ungra jafnaðarmanna
a Siglufirði haustið 1929 og stofnun Sambands ungra kommúnista
(S.U.K.) og Kommúnistaflokk Islands. Þessir fyrstu kaflar eru
wnkils til bein frásögn og sæmilega heillegir. Er þar einkum stuðst
Vlð bækur Hendriks Ottóssonar héraðlútandi, en einnig er vitnað til
Minninga Stefáns Jóhanns Stefánssonar, erinda og greina eftir
Frynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson, sem og þingtíðinda frá
Áiþýðusambandi Islands og öðrum samtökum sem hér koma við
s°gu. Svo sem fyrr getur er frásögn þessara fyrstu kafla tiltölulega
samfelld. Mér er þó nær að halda að bæði þeir og bókin í heild hefðu
Srætt á smávegis inngangi, þar sem brugðið hefði verið upp mynd
aí baksviði atburðanna, greint stuttlega frá íslenskum atvinnuhátt-
Urn^ skiptingu í dreifbýli og þéttbýli, og tilgreind þau verkalýðs-
jafnaðarmannafélög, sem þá voru starfandi.
Frásögn höfundar af atburðum þessa tímaskeiðs er yfirleitt
^vuð hlutlaus, þó er eins og hann hneigist stundum til að halla sér
a hægra armi Alþýðuflokksins og talar t.d. um það langlundargeð,
.^kksforystan hafi sýnt vinstri mönnum með því að leyfa þeim
a birta greinar í Alþýðublaðinu; en þeir voru þó flestir í Alþýðu-
num. 1 sambandi við kröfuna um óháð verkalýðssamband kveður
^ann svo að orði, að slíkur skilnaður Alþýðuflokks og Alþýðusam-
u s hefði hlotið að leiða til eðlisbreytingar á þeim samtökum, sem
(ýðiamenn Á^þýöufiokksins höfðu skipulagt til hagsbóta fyrir verka-
nn' Hefur hann stundum orðið óháð í sambandinu óháð verka-
21