Saga - 1980, Síða 336
322
RITFREGNIR
lýðssamband í gæsalöppum, hvað sem það á nú að merkja. Annars
átti þetta orð einungis við það að verkalýðssambandið væri ekki
fonnlega tengt neinum pólitískum flokki og að allir félagar þess
ættu sama rétt á að skipa trúnaðarstöður innan þess og sitja þing
þess og ráðstefnur, hvað sem liði pólitískum skoðunum þeirra. Þetta
var raunar sú slcipan verkalýðssamtaka sem tíðkaðist víðast hvar
í Evrópu, en skipulagi alþýðusamtakanna hér (o: Alþýðuflokks og
Alþýðusambands) svipaði helst til þess fyrirkomulags, sem gilti í
enska Verkamannaflokknum (Labour Party).
í þriðja kafla bókarinnar er fjallað um skipulag kommúnista-
flokksins, flokkslíf, hliðarsamtök og tengslin við Kómintern (Alþjóða-
samband kommúnista). Áður hefur höfundur velt þeirri spurningu
fyrir sér hversvegna kommúnistaflokkurinn hafi ekki verið stofnaður
fyrr, t.d. kringum 1920, eins og ýmsir aðrir kommúnistaflokkar í Evr-
ópu. Þykir honum sem þar lcomi einkum tvennt til, Alþýðuflokk-
urinn hafi fram til 1926 ekki tekið opinbera afstöðu til alþjóðlegra
deilumála kommúnista og sósíaldemókrata auk þess hafi vinstri
armur hans enn verið of fáliðaður til að ráðast í flokksstofnun.
Vísast er eitthvað til í þessu, en hafa verður jafnframt í huga að
sósíalisk samtök á Islandi eru mjög ung. Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðusambandið er ekki stofnað fyrr en 1916. 1 lok fyrri heims-
styrjaldarinnar fer svo byltingaralda um heiminn, og það ásamt
hörmulegu atvinnuástandi hér í stríðslok átti þátt í tiltölulegri rót-
tækni Alþýðufiokksins framan af. íslenska borgarastéttin var líka
um margt frábrugðin gamalgrónum borgarastéttum víða í Evrópu
og átti það til að bregðast hart við gegn sósíaldemókrötum, jafnvel
gagnvart tiltölulega saklausum verknaði eins og stofnun verkalýðs-
félags. Rétt er það að K.F.Í. var í upphafi frekar fámennur, eink-
um í Reykjavík. f alþingiskosningunum 1933, tæpum þrem árum eft-
ir stofnun flokksins, fær hann þó 7.5% greiddra atkvæða og ætla eg
að sú hlutfallstala sé hærri en hjá mörgum kommúnistaflokkum
Evrópu um það leyti.
Þættirnir um skipulag flokksins, flokkslíf og hliðarsamtök eru
frekar ágripskenndir, þar eru talin upp ýmis skipulagsform, undir-
deildir og valdastofnanir flokksins og félög utan hans, eins og
Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, Félag byltingarsinnaðra rithöfunda,
Sovétvinafélagið ofl. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að í hug-
myndinni um heimsflokk kommúnismans sé að finna helstu skýring-
una á fylgispekt íslenskra kommúnista við Kremlverja, Stalín hefði
þá þegar lagt undir sig allar valdastöðvar í Sovétríkjunum, þ. á m.
Kómintern og hafi getað skipað öllum lcommúnistaflokkum fyrir 1
nafni alþjóðahyggjunnar, sem hafi þó raunar liðið undir lok í Ráð-
stjórnarríkjunum með þeim Lenín og Trotskí.