Saga - 1980, Page 339
RITFREGNIR
325
þar miklu og kynni það að hafa í för með sér skuldbindingar sem
gætu tafið eða skaðað íslenska sjálfstæðisbaráttu.
1 5. kaflanum „Átök um verkalýðsfélögin“ er fjallað nokkuð um
verkalýðsbaráttu og verkföll þessa tímabils og þá einkum átökin
milli kommúnista og sósíaldemókrata í verkalýðssamtökunum. Vikið
er að stöðu verkalýðsmála í Reykjavík, á Eskifirði og í Vest-
mannaeyjum, en þó einkum norðanlands, á Akureyri og Siglufirði,
og þá m.a. greint frá Nóvudeilunni og Borðeyrardeilunni (Dettifoss-
slagnum). Er þar einkum stuðst við „Vor í verum“ eftir Jón
Rafnsson og frásögnin nokkuð samfelld og heilleg. Höfundur greinir
svo frá að Alþýðuflokkurinn hafi í þessum átökum stefnt að því að
svipta Verkalýðssamband Norðurlands og norðlensku félögin, sein
voru undir stjórn kommúnista, samningsrétti sínum og fá hann
í hendur klofningsfélögum, sem stofnuð höfðu verið eða verið var að
stofna. Hinir stjórnmálaflokkarnir og yfirvöld nyi-ðra hefðu sam-
fylkt með Alþýðuflokknum gegn kommúnistum og þarna orðið mik-
il átök þar sem ýmsum veitti betur, en niðurstaðan þó orðið sú að
kommúnistar hafi að mestu haldið velli. Svo vii'ðist sem höfund,ur
felji að klofningsfélög og samningsréttur af hálfu Alþýðusambands-
ins þeim til handa hefði enst Alþýðuflokknum til fullnaðarsigurs.
Hann gleymir því hér sem mestu máli skiptir, sjálfum félagsmönn-
unum. Meirihluti þeirra og flestir þeir virkustu voru tíðast á bandi
kommúnista, auk þess sem verkafólk kunni þessum klofningi á hags-
niunasamtökum sínum mjög illa. — Slíkt hlaut að segja til sín er
fi'am í sótti.
6. kaflinn ber yfirskriftina „Flokksdeilur — Stalín var hér.“ Þar
e:r greint frá þeim deilum, sem upp komu á flokksþinginu haustið
1932, hörðnuðu svo mjög á landsþinginu 1933 og brutust út í brott-
rekstrum og flokkshreinsunum fyrri hluta árs 1934 einkum í Reykja-
vík. Telst höfundi svo til að um 20—30 manns hafi verið vikið úr
Hokknum á þessu tímabili, aðallega í Reykjavík. Deilur þessar snér-
ust aðallega um afstöðuna til sósíaldemókrata og ýmis innri mál
Hokksins. Hér kom og Alþjóðasamband konunúnista við sögu, því að
1 opnu bréfi þess, sem birt var í Verklýðsblaðinu 3. okt. 1933, hafði
verið tekin afstaða með „vinstri“ arminum í flokknum. En síðan
l'óku að blása þaðan aðiir vindar — og á miðju sumri 1934 tekur
Hokksforystan á Akureyri upp hanskann fyrir Einar Olgeirsson, sem
1-alinn var til „hægri“ arms flokksins, og segir hann hafa haft rétt
lyrir sér í ýmsum þeim málum sem um var deilt í flokknum. Tengir
oíundur þetta við nýjan boðskap Alþjóðasambandsins. Telur hann
að Stalín sé þá farinn að búa í haginn fvrir nýja og breytta stefnu;
eu raunar sýnist svo sem þar hafi ýmsir aðrir orðið á undan karli,
Þvi að þegar í febrúar s.á. höfðu t.d. franskir kommúnistar og sósíal-