Saga - 1980, Side 340
326
RITFREGNIR
demókratar staðið sameiginlega að allsherjarverkfalli til að hefta
framrás fasismans í landinu.
Dálítið er það undarlegt að höfundur virðist líta á þessa stefnu-
breytingu, hinn nýja samfylkingarboðskap, sem sérstakan sigur
fyrir Brynjólf Bjarnason. Hann var þó talinn í „vinstri" armi
flokksins í þessum deilum, þótt ekki væri hann þar yst á væng. Tíma-
bil flokksdeilnanna var kommúnistaflokknum annars erfitt, og
margt ömurlegt, furðulegt og jafnvel grátbroslegt gerðist þá á hans
vegum. Þar mætti sjálfsagt finna mörg hneykslunarefni, en höf-
undi verður furðanlega lítið úr þessum efnivið, hvað sem veldur.
1 bókarlok er svo rætt um fylgi kommúnistaflokksins og rifjaðir
upp helstu áfangar á ferli hans fram til ársins 1935. Kemur í ljós
að ítök hans og fylgi hafa farið stigvaxandi á þessu tímabili, nema
hvað hann tapaði smávegis í alþingiskosningunum á árinu 1934, ár-
inu sem flokksdeilurnar höfðu staðið sem hæst. Ekki spyr höfundur
sig þeirrar spurningar hvort barátta flokksins, t.d. í atvinnu- og
kaupgjaldsmálum, hafi fært verkalýðsstéttinni einhvern ávinning
eða stælt hug hennar fyrir átök framtíðarinnar. Ilann telur raunar
að kreppan hafi reynst áhrifamikið læknislyf gegn „hinum illkynj-
aða sjúkdómi“ flokksdeilnanna. En kreppan var ekki ný af nálinni,
hún hafði staðið frá því 1930. Og kreppa og erfiðleikar geta bæði
bugað og stælt eftir atvikum. Þar skiptir mestu hvernig við er
brugðist. Kommúnistaflokkurinn var að meirihluta til skipaður
ungu og vígreifu fólki, hugmyndakerfi hans var samstætt, allt ,um
þær deilur sem orðið höfðu og nú beitti hann sér fyrir víðtækari sam-
fylkingu en áður, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum alþýðu og
gegn vaxandi fasismahættu. Vísast hefur það átt þátt í því að af-
leiðingar flokksdeilnanna urðu honum ekki skeinuhættari en raun
bar vitni.
Ég hef þegar stiklað á aðalefni þessa rits. Það er, svo sem höf-
undur greinir frá í formála, byggt á B.A.-ritgerð hans um viðfangs-
efnið. Ég hef séð þessa ritgerð og virðist hún mikils til óbreytt
í bókinni, fáu einu við bætt, helst smá-innskotum eða neðanmáls-
greinum, svona smávegis kryddi eins og t.d. sögunni um rússagullið,
frásögnum af hörmulegum örlögum sumra þeirra útlendinga, er
eitthvað voru riðnir við samskipti K.F.Í. og Kómintern, neðanmáls-
greininni um Aðalbjörgu Sigurðardóttur, brottrekstrarsögu Steins
Steinars, „mottóinu" frá J.J. og skrá yfir þá sem sótt höfðu flokks-
skóla Kómintern.
Ilöfundur getur þess í formála að ritgerð sín hafi verið flýtisverk
unnið á nokkrum mánuðum — og sá heimildaforði sem fyrir hendi
hafi verið, ónógur til að skrá sögu stjórnmálaflokks svo viðhlítandi
sé. Vel má taka undir það; en höfundur hefur þó dregið að nokkur