Saga - 1980, Page 343
RITFREGNIR
329
fræði síns tímabils og- heimildafróður vel; ég lield reyndar að rit-
gerð hans í heild megi kallast mikið afrek í íslenskri stjórnmála-
sögu síns tímabils, sem er 1916—44.
Svanur skrifar stutt, meginmálið 35 síður, hvergi rakning at-
burðarásar, heldur beinn rökstuðningur fyrir túlkun hans og alhæf-
ingum. Slík framsetning býður oft heim einstrengingshætti, en svo
fer ekki hér; þvert á móti gætir Svanur þess jafnvægis í fram-
setningu og ályktunum að mál hans ætti að vera jafn-sannfærandi
fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins og fylgismenn.
Fyrst er örstuttur kafli um uppruna Sjálfstæðisflokksins og
skipulag hans. Hvorugu er lýst í neinni heild, aðeins dregin fram
atriði er sérstöku máli skipta, sumt nýstárlegt og skarplega athugað.
Annar kafli er um „hugmyndafræði“ Sjálfstæðisflokksins, áherslu
hans á þjóðarheildina, samstöðu hennar og sameiginlega hagsmuni.
Hér er líka skemmtileg hugleiðing um það hve margvíslega íslenskir
stjórnmálaflokkar geta höfðað til þjóðernisstefnu. Kaflinn í heild
er dæmi um skipulega og rökrétta framsetningu, sem sagnfræðingar
fnættu nokkuð af læra án þess að gera hana einhlíta.
Lengsti kaflinn heitir „Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins". Þar
er fjallað um orsakir og afleiðingar þess merkilega fyrirbæris að
Sjálfstæðisflokkurinn náði í raun verulegu fylgi allra stétta í land-
inu, Svanur tekur til athugunar hverja í sínu lagi eignamenn,
i>millistétt“, bændur, konur og verkamenn og fylgi þeirra við Sjálf-
stæðisflokkinn. (Með millistétt á hann við launþega í ólíkamlegum
störfum.) Hér eru niðurstöður hans forvitnilegastar, en um leið
umdeilanlegastar.
Eignamenn flokkar Svanur hiklaust sem Sjálfstæðismenn „nær
óskorað“. Sjálfsagt er það rétt um eigendur stærri fyrirtækja, hæpn-
ara (misjafnt eftir byggðarlögum) um smáútvegsmenn, sem eiga víst
að falla í þennan flokk og eru talsverður hluti hans að höfðatöl-
unni þótt þeir vegi léttara á mælikvarða fjármagnsins. Millistéttina
telur Svanur líka mjög fylgja Sjálfstæðisflokknum, sjálfsagt rétti-
lega þótt röksemdirnar séu nokkuð tíningslegar. Um bændur gerir
Lann þá skarplegu athugasemd að „flokkakerfið var tvískipt: Ann-
ars vegar sveitahéruð þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn kepptu um fylgi — hins vegar bæimir þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn keppti við verkalýðsflokkana."
Þá telur Svanur Sjálfstæðisflokkinn hafa náð tiltölulega vel til
’venna og hefur á því ýmsar skýringar. Loks lýsir hann mjög skil-
merkilega stefnu þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði verka-
mönnum.
í Þessurn kafla, sérstaklega í sambandi við verkamennina, notar
vanur reikninga sem hann sækir í annan kafla ritgerðarinnar og