Saga - 1980, Page 346
332
RITFREGNIR
Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra: SJÁLFS-
ÆVISAGA. Fyrra bindi. Andrés Kristjánsson og Ör-
lygur Hálfdanarson bjuggu til prentunar. Rv., Bókaút-
gáfan Örn og Örlygur hf., 1979. 280 hls., myndir.
Sjálfsævisögur má meta á tvo mælikvarða. Það má líta á þær
sem sagnfræðirit þar sem höfundur notar reynslu sína sem heimild
til að leggja fram drætti í þjóðfélagslýsingu. 1 annan stað má líta á
þær sem bókmenntaverk þar sem höfundur gefur lesendum innsýn
í persónu sína og dregur upp mynd af mannlífi án þess að kæra sig
sérstaklega um hvað það mannlíf hefur að segja um þjóðfélag sögu-
hetjunnar. Nú er það svo, að leiðir sögu og bókmennta liggja iðu-
lega saman, og kannski er vel heppnuð sjálfsævisaga einmitt sú
sem báðir vilja eigna sér, sagnfræðingar og bókmenntamenn. Á hinn
bóginn er.u það dapurleg örlög margra sjálfsævisagna að falla niður
á milli sögu og bókmennta, að uppfylla kröfur hvorugrar greinar-
innar, og svo er um þá sem ég hef hér í höndum.
Steingrímur fjallar hér um þann part af ævi sinni sem ætti að
vera talsverður efniviður í landbúnaðarsögu. Hann segir frá bún-
aðarnámi sínu á Hvanneyri og í Kaupmannahöfn á árunum 1913—24,
kennarastarfi á Hvanneyri 1924—28, skólastjórastarfi við bænda-
skólann á Hólum 1928-35. Þegar bindinu lýkur, haustið 1935, er hann
að setjast að í Reykjavík til að taka við starfi búnaðarmálastjóra.
Steingrímur kemur líka talsvert inn á búnaðarframfarir og nýjungar
í landbúnaði, en við fáum enga mynd af stöðu íslensks landbúnaðar á
þessum árum, þróunarmöguleikum, takmörkunum, erfiðleikum. Það
skortir allar tengingar milli einstakra atburða og hins almenna á-
stands í landinu.
Líka kom Steingrímur verulega við stjómmál á þessu skeiði og
sat á alþingi fyrir Framsóknarílokkinn á árunum 1931—33. Þó segir
hann afskaplega óljóst frá málum sem fengist var við á alþingi-
Lögin um Kreppulánasjóð eru til dæmis eitt af því fáa sem hann
telur ómaksins vert að nefna af störfum þingsins 1933, en frásögnin
er svona (bls. 216):
Hagur bænda almennt stóð þá mjög höllum fæti vegna hins
afar erfiða verzlunarárferðis síðustu árin. Sýnt þótti, að
allmikill hluti bændastéttarinnar myndi verða gjaldþrota og
hrekjast frá jörðum sínum, ef engar opinberai' ráðstafanir
yrðu gerðar. Með lögum um Kreppulánasjóð var stofnsett ser-
stök deild við Búnaðarbankann, er skyldi gera upp fjárhag
þeirra bænda, er þess æsktu og væru í fjárhagslegum þrotiun.