Saga - 1980, Page 349
RITFREGNIR
335
hrífandi. Lesendur fá aldrei að vita mikið um hve náið samband
þeirra var eða hvað skildi þau í sundur. En af giftum manni má
segja að hann sé furðu óspar á að viðurkenna að Hulda sé sér enn
rík í minni. Annars talar höfundur oftast vel um sjálfan sig og
heldur til haga afar mörgu sér til hróss og upphefðar. Hann gat
sér gott orð fyrir dugnað í vegavinnu 14 ára gamall (bls. 16), átti
auðvelt með að tala á málfundum á Hvanneyri (bls. 22), fékk
mikið hól fyrir frammistöðu í skólanum þar (bls. 23), reyndist góður
fjármaður (bls. 41), vann vel í sumarvinnu á Jótlandi og fékk orð
fyrir að vera góður sláttumaður þar (bls. 46, 48), var vinsæll
kennari á Hvanneyri og þóttist maður að meiri þegar hann kom
á sáttum við nemendur í uppreisn (bls. 59—60). Engin furða þótt
hann segi síðar um vist sína á Hvanneyri (bls. 277): „Virtist mér ég
skilja við þann stað með fullri sæmd.“ Á Hólum gerði Steingrímur
Kiikið átak í ræktun (bls. 71, 98), honum gekk vel að stjórna bæði
skólanum (bls. 73) og vinnufólki á staðnum (bls. 101), gestrisni
hans aflaði honum vinsælda (bls. 81, 143), enda vann hann tiltrú og
vináttu flestra hreppsbúa (bls. 144). Loks gerði hann einkar vel við
ríkið þegar hann skilaði því skólabúinu (bls. 166, 276). Vel má vera
að þetta sé allt satt, en natni höfundar að halda þvi til haga skipar
honum á bekk með alveg venjulegum sjálfhælnum sjálfsævisögurit-
urum.
í heild má segja að mistök höfundar séu fólgin í því að hann
virðist telja það sem hefur komið fyrir hann frásagnarvert aðeins
yegna þess að það hefur komið fyrir hann. Þessi afstaða kemur
Jafnvel fram berum orðum í bókinni (bls. 86): „Þessi fundur var á
engan hátt merkur en ég hefi skýrt hér frá lionum vegna þess, að
þarna átti ég í fyrsta skipti orðastað við forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins í Skagafirði ..Það er þetta ofmat á eigin persónu, og
kannski ofmat á gildi þess að segja frá staðreyndum, sem verður
höfundi að fótakefli.
Þrátt fyrir þetta leggur höfundur ýmislegt fróðlegt og sagn-
fræðilega gagnlegt til málanna. Það sem mér finnst athyglisverðast
yið bókina eru tvö framlög til stjórnmálasögu, annað framreitt af
asettu ráði, hitt líklega ómeðvitað. Meðvitaða framlagið er frásögn
af átökunum í Framsóknarflokknum á árunum 1931—33 sem leiddu
li klofnings og stofnunar Bændaflokksins. Ég kann ekki að dæma
hve áreiðanleg túlkun Steingríms á þessum atburðum er, en
hann verður örugglega kallaður til vitnis hvenær sem saga þeirra
^erður lcönnuð. Og hér er saga Steingríms meira virði vegna þess
Ve dómgjarn hann er. Ómeðvitaða framlagið er lýsingin á þrem
ysningabaráttum í Skagafirði á árunum 1931—34. Ég þykist
lta að þar sé birt mynd af stjórnmálastarfi eins og það gerðist á